Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. mars 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Sampson í bann - „Sestu niður litli skítur"
Tók upp járnrör og kastaði því fast í jörðina
Mark Sampson.
Mark Sampson.
Mynd: Getty Images
Mark Sampson var rekinn úr starfi sínu sem landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins eftir brösulega tíma í starfi.

Sampson var sakaður af tveimur leikmönnum enska landsliðsins um að hafa verið með kynþáttafordóma. Leikmennirnir sem um ræðir eru Drew Spence og Eniola Aluko en sú síðarnefnda sakaði hann til að mynda um að hafa kallað sig „ebóla" í staðinn fyrir „Eniola".

Sampson var hins vegar rekinn úr starfi eftir að í ljós kom að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við leikmann sem hann var að þjálfa áður en hann tók við enska landsliðinu.

Nú hafa fleiri neikvæðar fréttir borist af Sampson, sem kom Englendingum í undanúrslit á EM í fyrra. Hann var pirraður eftir tap gegn Hollandi í undanúrslitunum og hótaði dómaratengilið á vegum Uefa með járnröri sem hann kastaði fast í jörðina.

Jafnframt, á meðan á leiknum stóð, á 60 mínútu, sagði Sampson við vettvangsstjóra Uefa, „sestu niður litli skítur."

Báðir starfsmennir voru konur.

Fyrir þetta hefur Sampson verið dæmdur í þriggja leikja bann og tekur það gildi þegar hann hefur nýtt starf. Ekki er þó víst hvort hann fái yfirhöfuð nýtt starf í fótboltaheiminum.

Sampson baðst afsökunar á því sem átti sér stað í undanúrslitunum.

Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, tók við starfinu af Sampson og hefur farið nokkuð vel af stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner