Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir var aðeins með einn réttan þegar hún spáði í síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna. Liðsfélagi hennar hjá Djurgården í Svíþjóð, Ingibjörg Sigurðardóttir, vonast til að gera betur.
Níunda umferð Pepsi-deildar kvenna hefst í kvöld.
Níunda umferð Pepsi-deildar kvenna hefst í kvöld.
ÍBV 0 - 1 Selfoss (klukkan 18:00 í kvöld)
Það er búinn að vera mikill stígandi hjá Selfoss-liðinu eftir frekar erfiða byrjun á mótinu og það virðist vera mjög góð liðsheild hjá Selfossi. Þannig ég held að þær taki þrjú stig í hörkubardaga við frekar brothætt ÍBV-lið.
Þór/KA 1- 1 Stjarnan (klukkan 18:00 í kvöld)
Mikilvægur leikur fyrir bæði lið og ég held að þetta verði mjög jafn leikur eins og leikirnir á milli þessara liða hafa oft verið. Stjarnan kemst yfir með marki frá Hörpu Þorsteins en Þór/KA nær að jafna rétt fyrir leikslok með marki frá Söndru Maríu.
FH 2 - 3 Grindavík (klukkan 19:15 í kvöld)
Það er mjög mikilvægt fyrir FH að ná í þrjú stig hér en sjálfstraustið hjá Grindavík eftir fimm taplausa leiki í röð og gæðin hjá Rio Hardy gera gæfumuninn. Helga Guðrún á svo eftir að eiga toppleik og skorar sigurmark Grindvíkinga.
Breiðablik 2 - 0 Valur (klukkan 19:15 í kvöld)
Mjög skemmtilegur leikur í toppbaráttunni og Blikarnir geta komið sér vel fyrir á toppnum með sigri. Clean sheet hjá Queen Sonný Láru og mörk frá Selmu Sól og Öglu Maríu.
KR 1 - 2 HK/Víkingur (klukkan 19:15 á morgun)
Jafn leikur sem getur dottið í báðar áttir. Það verður mikil dramatík í Vesturbænum hjá tveimur liðum sem eru í botnbaráttu.
Fyrri spámenn:
Glódís Perla Viggósdóttir (3 réttir)
Oliver Sigurjónsson (2 réttir)
Guðbjörg Gunnarsdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir