Hættir eftir tímabilið
Knattspyrnudeild Grindavíkur var rétt í þessu að senda frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Óli Stefán Flóventsson hafi ákveðið að segja upp starfi sínu að tímabilinu loknu en tilkynninguna má lesa í heild hér að neðan.
Í viðtali sem Fótbolti.net tók við Óla Stefán eftir leik Grindavíkur og Breiðabliks sagði hann að hans fókus væri á að klára tímabilið með liðinu og að hann hefði ekki áhuga á að tala um hvað hann ætlaði sér að gera eftir tímabilið.
Fréttatilkynning frá knattspyrnudeild Grindavíkur
Í ljósi umræðunnar sem hefur verið í gangi með þjálfara meistarflokks karla hjá okkur teljum við það rétt að tilkynna að Óli Stefán Flóventsson hefur sagt starfi sínu lausu að tímabili loknu.
Óli hefur unnið frábært starf fyrir knattspyrnudeildina þau þrjú ár sem hann hefur þjálfað hér sem aðalþjálfari og eitt ár sem aðstoðarþjálfari. Við þökkum honum fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í hverju því verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur.
Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur
Undir stjórn Óla Stefáns komst Grindavík upp í Pepsi-deildina 2016 og hafnaði í 5. sæti deildarinnar í fyrra. Liðið er nú í sjötta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir