Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 26. september 2018 17:18
Elvar Geir Magnússon
Kristján Guðmunds hættir með ÍBV (Staðfest)
Kristján hættir með Eyjamenn.
Kristján hættir með Eyjamenn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ljóst er að þjálfaraskipti verða hjá ÍBV en Kristján Guðmundsson hefur ákveðið að láta af störfum.

„Ásamt því að landa titli og koma á stöðugleika þá hefur Kristján gefið mörgum ungum uppöldum leikmönnum tækifæri á að stíga sín fyrstu skref í efstu deild," segir í tilkynningu frá ÍBV en Kristján gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra.

ÍBV er í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar fyrir lokaumferðina þar sem liðið mun leika gegn Grindavík á laugardaginn.

Fréttatilkynning frá ÍBV
Kristján Guðmundsson þjálfari meistaraflokks karla ÍBV hefur tekið þá ákvörðun um að hætta þjálfun liðsins eftir leik liðsins gegn Grindavík á laugardag. Leikmönnum var tilkynnt um þetta eftir æfingu liðsins fyrr í dag.

Síðastliðin 2 ár hefur Kristján unnið gott starf fyrir ÍBV og lagt sitt af mörkum í að gera ÍBV að stöðugu liði í efstu deild.

Undir hans stjórn tókst ÍBV að landa fyrsta titli sínum í 19 ár þegar bikarmeistaratitill vannst 2017 sem færði liðinu sæti í Evrópukeppni en þar tók ÍBV síðast þátt 2013. Ásamt því að landa titli og koma á stöðugleika þá hefur Kristján gefið mörgum ungum uppöldum leikmönnum tækifæri á að stíga sín fyrstu skref í efstu deild.

Knattspyrnuráð ÍBV þakkar Kristjáni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í hans næstu verkefnum.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner