Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   lau 29. september 2018 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pedro Hipolito tekur við ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pedro Hipolito er tekinn við ÍBV en þetta var kynnt á lokahófi félagsins í kvöld. Hann tekur við liðinu af Kristjáni Guðmundssyni sem er hættur eftir að hafa stýrt liðinu síðustu tvö tímabil með mjög góðum árangri.

Greint var frá því um síðustu helgi að Pedro yrði ekki áfram þjálfari Fram í Inkasso-deildinni og kom hann óvænt inn í umræðuna um þjálfarastarfið hjá ÍBV í dag.

Pedro kom óþekktur inn í íslenska knattspyrnu um mitt sumar í fyrra. Hann er nýorðinn fertugur en hann stýrði liði Atletico CP í B-deildinni í heimalandi sínu áður en hann kom til Fram. Hann lék 52 með unglingalandsliðum Portúgal á sínum tíma. Rui Faria, þáverandi aðstoðarstjóri Manchester United, gaf Hipolito meðmæli áður en hann tók við Fram.

Ólafur Brynjólfsson var aðstoðarþjálfari Pedro hjá Fram og virtust þeir ná vel saman. Ekki liggur fyrir hver verður aðstoðarþjálfari Pedroi í Vestmannaeyjum.

ÍBV vann Grindavík í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag, 5-2. Liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner