Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. október 2018 09:03
Elvar Geir Magnússon
Logi Ólafs hættir með Víking (Staðfest)
Logi Ólafsson og Arnar Gunnlaugsson.
Logi Ólafsson og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík hefur bæst í hóp þeirra félaga í Pepsi-deildinni sem skipta um þjálfara eftir tímabilið.

Áður var ljóst að þjálfaraskipti yrðu hjá KA, Grindavík og ÍBV. Þá eru Fjölnismenn einnig að skipta um þjálfara eftir fall úr deildinni.

Hinn reynslumikli Logi Ólafsson er hættur þjálfun Víkinga. Hann skilaði liðinu í 9. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Liðið var lengi í fallhættu en náði á endanum að tryggja áframhaldandi veru sína í deild þeirra bestu.

Fréttatilkynning – 03.10.2018
Knattspyrnudeild Víkings og Logi Ólafsson ákváðu á fundi í gær að halda samstarfinu ekki áfram og mun Logi því láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu.

Logi tók við liði Víkings í maí 2017 á erfiðum tímapunkti og gerði samning út tímabilið 2018.

Knattspyrnudeild Víkings er þakklát Loga fyrir það kröftuga starf sem hann hefur sinnt undanfarna 15 mánuði og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur næst.

Athugasemdir
banner
banner