Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. október 2018 11:41
Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson tekur við Víkingi (Staðfest)
Arnar Gunnlaugsson er  nýr þjálfari Víkings Reykjavík.
Arnar Gunnlaugsson er nýr þjálfari Víkings Reykjavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík staðfesti rétt í þessu að Arnar Gunnlaugsson sé tekinn við þjálfun liðsins.

Arnar var aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar með liðið í sumar en Logi tilkynnti eftir að Íslandsmótinu lauk að hann myndi hætta.

Arnar er 45 ára gamall Skagamaður sem átti farsælan feril sem knattspyrnumaður. Hann hefur áður þjálfað ÍA ásamt Bjarka tvíburabróður sínum í skamman tíma 2006, 2008 og 2009.

Tilkynning Víkings
Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við Arnar Bergmann Gunnlaugsson um að taka við þjálfun liðsins af Loga Ólafssyni. Arnar starfaði síðastliðið ár sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og á því tímabili hefur verið mikil ánægja með störf hans fyrir félagið.

Arnar var aðstoðarþjálfari KR sumarið 2016 og aðalþjálfari ÍA ásamt Bjarka bróður sínum á árunum 2008 og 2009.

Knattspyrnudeild Víkings bíður Arnar velkominn til starfa og vonast til þess að samstarfið verði farsælt. Samningur Arnars er til tveggja ára.

Arnar kemur til starfa hjá Víkingi í fullt starf sem þjálfari meistaraflokks.
Athugasemdir
banner
banner
banner