Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. október 2018 15:19
Hafliði Breiðfjörð
Túfa tekur við Grindavík (Staðfest)
Túfa og Gunnar Már Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Túfa og Gunnar Már Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Mynd: Grindavík
Srdjan Tufegdzic sem þjálfaði KA undanfarin ár hefur tekið við þjálfun Grindavíkur.

Hann tekur við liðinu af Óla Stefáni Flóventssyni sem hætti í haust til að taka við liði KA og því ljóst að liðin hafa gert makaskipti á þjálfurum.

Tufa kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006 og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins. Hann varð aðstoðarþjálfari Bjarna Jóhannssonar með liðið en tók einn við liðinu þegar Bjarni lét af störum árið 2015. Eftir fyrsta heila starfsár sitt með liðið ári síðar tókst honum að koma KA í Pepsi-deildina.

Tilkynning Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við Srdjan Tufegdzic (Túfa) um þjálfun meistaraflokks karla næstu þrjú árin. Túfa tekur við af Óla Stefáni sem fór til KA nýverið og má því segja að við höfum haft makaskipti á þjálfurum í þessum efnum.

Túfa var þjálfari hjá KA frá 2016 og þar á undan leikmaður hjá þeim frá árinu 2005. Túfa er ungur og metnaðarfullur þjálfari og vonumst við til þess að samstarfið verði farsælt. Við viljum bjóða hann velkominn til starfa hjá Grindavík.
Athugasemdir
banner
banner