Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
   fös 28. desember 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Björn Daníel: Flott skilaboð frá Frikka Dór sannfærðu mig
Ræddi líka við Val
Björn Daníel skrifar undir í dag.
Björn Daníel skrifar undir í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Björn Daníel fagnar í leik með FH árið 2013.
Björn Daníel fagnar í leik með FH árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er virkilega glaður að vera kominn heim í Krikann aftur," sagði Björn Daníel Sverrisson eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélag sitt FH í dag.

Björn Daníel yfirgaf danska félagið AGF á dögunum en Íslandsmeistarar Vals vildu einnig fá hann í sínar raðir.

„Það er ekkert leyndarmál að þeir vildu fá mig líka. Ég hef sagt það tvöhundruð sinnum áður að fótboltinn er vinnan mín og ég þurfti að skoða allt sem var í boði. Ég er mjög sáttur við hvernig FH lét verkin tala."

„FH var alltaf fyrsti kostur. Að sjálfsögðu skiptu launin einhverju máli en þetta var þannig að ef þetta myndi enda í því sama þá var FH alltaf fyrsti kostur. Ég er FH-ingur, spilaði hérna í mörg ár og vildi koma aftur hingað og vinna titla. Ég vildi vera hluti af því sem er verið að byggja upp hérna."


Meðal þeirra sem sannfærðu Björn um að velja FH var tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson.

„Ég átti góð samtöl við þá sem stjórna hérna og fékk flott skilaboð frá Frikka Dór sem sannfærðu mig," sagði Björn Daníel léttur í bragði.

„Hann sagði að nú væri kominn tími til að gera þetta að ennþá meira stórveldi og skilja eftir sig arfleið hérna. Ég tók hann á orðinu. Ég ætla að koma heim og gera eins vel og ég get."

FH endaði í 5. sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en stefnan er sett hærra á næsta ári.

„Að sjálfsögðu var þetta vonbrigða tímabil og stefnan hjá FH er að gera töluvert betur en á síðasta tímabili," sagði Björn Daníel.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner