Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 28. desember 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Björn Daníel: Flott skilaboð frá Frikka Dór sannfærðu mig
Ræddi líka við Val
Björn Daníel skrifar undir í dag.
Björn Daníel skrifar undir í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Björn Daníel fagnar í leik með FH árið 2013.
Björn Daníel fagnar í leik með FH árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er virkilega glaður að vera kominn heim í Krikann aftur," sagði Björn Daníel Sverrisson eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélag sitt FH í dag.

Björn Daníel yfirgaf danska félagið AGF á dögunum en Íslandsmeistarar Vals vildu einnig fá hann í sínar raðir.

„Það er ekkert leyndarmál að þeir vildu fá mig líka. Ég hef sagt það tvöhundruð sinnum áður að fótboltinn er vinnan mín og ég þurfti að skoða allt sem var í boði. Ég er mjög sáttur við hvernig FH lét verkin tala."

„FH var alltaf fyrsti kostur. Að sjálfsögðu skiptu launin einhverju máli en þetta var þannig að ef þetta myndi enda í því sama þá var FH alltaf fyrsti kostur. Ég er FH-ingur, spilaði hérna í mörg ár og vildi koma aftur hingað og vinna titla. Ég vildi vera hluti af því sem er verið að byggja upp hérna."


Meðal þeirra sem sannfærðu Björn um að velja FH var tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson.

„Ég átti góð samtöl við þá sem stjórna hérna og fékk flott skilaboð frá Frikka Dór sem sannfærðu mig," sagði Björn Daníel léttur í bragði.

„Hann sagði að nú væri kominn tími til að gera þetta að ennþá meira stórveldi og skilja eftir sig arfleið hérna. Ég tók hann á orðinu. Ég ætla að koma heim og gera eins vel og ég get."

FH endaði í 5. sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en stefnan er sett hærra á næsta ári.

„Að sjálfsögðu var þetta vonbrigða tímabil og stefnan hjá FH er að gera töluvert betur en á síðasta tímabili," sagði Björn Daníel.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner