Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fös 28. desember 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Björn Daníel: Flott skilaboð frá Frikka Dór sannfærðu mig
Ræddi líka við Val
Björn Daníel skrifar undir í dag.
Björn Daníel skrifar undir í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Björn Daníel fagnar í leik með FH árið 2013.
Björn Daníel fagnar í leik með FH árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er virkilega glaður að vera kominn heim í Krikann aftur," sagði Björn Daníel Sverrisson eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélag sitt FH í dag.

Björn Daníel yfirgaf danska félagið AGF á dögunum en Íslandsmeistarar Vals vildu einnig fá hann í sínar raðir.

„Það er ekkert leyndarmál að þeir vildu fá mig líka. Ég hef sagt það tvöhundruð sinnum áður að fótboltinn er vinnan mín og ég þurfti að skoða allt sem var í boði. Ég er mjög sáttur við hvernig FH lét verkin tala."

„FH var alltaf fyrsti kostur. Að sjálfsögðu skiptu launin einhverju máli en þetta var þannig að ef þetta myndi enda í því sama þá var FH alltaf fyrsti kostur. Ég er FH-ingur, spilaði hérna í mörg ár og vildi koma aftur hingað og vinna titla. Ég vildi vera hluti af því sem er verið að byggja upp hérna."


Meðal þeirra sem sannfærðu Björn um að velja FH var tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson.

„Ég átti góð samtöl við þá sem stjórna hérna og fékk flott skilaboð frá Frikka Dór sem sannfærðu mig," sagði Björn Daníel léttur í bragði.

„Hann sagði að nú væri kominn tími til að gera þetta að ennþá meira stórveldi og skilja eftir sig arfleið hérna. Ég tók hann á orðinu. Ég ætla að koma heim og gera eins vel og ég get."

FH endaði í 5. sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en stefnan er sett hærra á næsta ári.

„Að sjálfsögðu var þetta vonbrigða tímabil og stefnan hjá FH er að gera töluvert betur en á síðasta tímabili," sagði Björn Daníel.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner