Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 28. desember 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Björn Daníel: Flott skilaboð frá Frikka Dór sannfærðu mig
Ræddi líka við Val
Björn Daníel skrifar undir í dag.
Björn Daníel skrifar undir í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Björn Daníel fagnar í leik með FH árið 2013.
Björn Daníel fagnar í leik með FH árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er virkilega glaður að vera kominn heim í Krikann aftur," sagði Björn Daníel Sverrisson eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélag sitt FH í dag.

Björn Daníel yfirgaf danska félagið AGF á dögunum en Íslandsmeistarar Vals vildu einnig fá hann í sínar raðir.

„Það er ekkert leyndarmál að þeir vildu fá mig líka. Ég hef sagt það tvöhundruð sinnum áður að fótboltinn er vinnan mín og ég þurfti að skoða allt sem var í boði. Ég er mjög sáttur við hvernig FH lét verkin tala."

„FH var alltaf fyrsti kostur. Að sjálfsögðu skiptu launin einhverju máli en þetta var þannig að ef þetta myndi enda í því sama þá var FH alltaf fyrsti kostur. Ég er FH-ingur, spilaði hérna í mörg ár og vildi koma aftur hingað og vinna titla. Ég vildi vera hluti af því sem er verið að byggja upp hérna."


Meðal þeirra sem sannfærðu Björn um að velja FH var tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson.

„Ég átti góð samtöl við þá sem stjórna hérna og fékk flott skilaboð frá Frikka Dór sem sannfærðu mig," sagði Björn Daníel léttur í bragði.

„Hann sagði að nú væri kominn tími til að gera þetta að ennþá meira stórveldi og skilja eftir sig arfleið hérna. Ég tók hann á orðinu. Ég ætla að koma heim og gera eins vel og ég get."

FH endaði í 5. sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en stefnan er sett hærra á næsta ári.

„Að sjálfsögðu var þetta vonbrigða tímabil og stefnan hjá FH er að gera töluvert betur en á síðasta tímabili," sagði Björn Daníel.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner