Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
„Það er bara ljómandi gaman að vera á toppnum," segir Unnar Ari Hansson, leikmaður Leiknis Fáskrúðsfirði og leikmaður 7. umferðar í 2. deild hjá Fótbolta.net. Eftir sjö umferðir í 2. deild eru Leiknismenn óvænt á toppnum.
Fyrir mót var Leikni spáð falli af þjálfurum deildarinnar.
„Ég held að það hafi alveg verið skiljanleg spá fyrir mót miðað við veturinn og síðustu tvö tímabil hjá okkur þar sem við féllum úr Inkasso og svo björgum við okkur frá falli í síðasta leik í fyrra. En menn mættu tvíefldir í mótið og allir ákveðnir í því að gera betur en í fyrra því við vissum allir að við gætum það," segir Unnar.
„Við tökum bara einn leik í einu. Þetta er rosalega jöfn og skemmtileg deild og allir geta einhvern veginn unnið alla, en við stefnum að sjálfsögðu á það að halda áfram á sömu braut og að berjast í efri hlutanum."
Leiknir komst á toppinn með því að vinna Selfoss 2-1 í Fjarðabyggðarhöllinni í síðustu umferð. Unnar Ari skoraði sigurmarkið á 75. mínútu og átti góðan leik á miðjunni.
„Þetta var hörkuleikur gegn Selfossi. Þeir eru með vel mannað lið og spila hörkubolta. Þeir jafna þegar það var farið að líða á seinni hálfleikinn, en við það kveiknaði á okkur við það og við komumst við aftur yfir fljótlega. Sjálfur fannst mér ég spila ágætisleik og mjög gaman að tryggja okkur sigurinn með skalla."
Unnar er sáttur með það hvernig tímabilið hefur verið hingað til. Hann er kominn með tvö mörk í deildinni, en hann hefur ekki verið beint þekktur fyrir það að skora mikið af mörkum.
„Tímabilið hingað til hefur verið gott hjá mér og öllum öðrum í liðinu. Síðustu ár hef ég verið aftar á vellinum og ekki tekið mikið þátt í sóknarleiknum en núna í ár fæ ég að vera meira út um allt og það gaman að vera búinn að skora fyrstu tvö mörkin."
Unnar hefur leikið með Leikni allan sinn feril í meistaraflokki og segir hann markmið sín einföld.
„Að spila fótbolta á Fáskrúðsfirði er góð skemmtun, við höfum margir hverjir þekkst frá blautu barnsbeini og því náum við vel saman innan sem utan vallar."
„Markmið mín eru nokkuð einföld. Það er bara að hafa gaman af því að spila bolta," sagði hann að lokum.
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir