Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 30. júní 2019 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR setur upp bretti svo fleiri komist að á morgun
Leikurinn á morgun er á Meistaravöllum.
Leikurinn á morgun er á Meistaravöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Annað kvöld fer fram sannkallaður stórleikur í Pepsi Max-deildinni þegar KR og Breiðablik eigast við.

Fyrir leikinn er KR á toppi deildarinnar með 23 stig, einu stigi meira en Breiðablik.

Talað er um að nú sé tveggja hesta kapphlaup á milli þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn.

Leikurinn á morgun fer fram á Meistaravöllum í Vesturbæ og hefst klukkan 19:15. Það er greinilega búist við miklum fjölda á leikinn því KR-ingar hafa ákveðið að setja upp bretti til að koma fleirum að.

„Það er langt síðan að það var brettaleikur en það er svoleiðis á morgun," skrifa KR-ingar á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner