Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 11. júlí 2019 15:07
Magnús Már Einarsson
Ian Jeffs og Andri Ólafs stýra ÍBV út tímabilið (Staðfest)
Andri Ólafsson, Daníel Geir Moritz nýr formaður knattspyrnuráðs og Ian Jeffs.
Andri Ólafsson, Daníel Geir Moritz nýr formaður knattspyrnuráðs og Ian Jeffs.
Mynd: ÍBV
ÍBV hefur samið við Ian Jeffs og Andra Ólafsson um að þeir stýri liðinu út tímabilið í Pepsi Max-deild karla. Jeffs verður aðalþjálfari en Andri verður honum til aðstoðar.

Bæði Jeffs og Andri eru þeir fyrrum leikmenn ÍBV en þeir voru við stjórnvölinn í síðasta leik gegn KR.

Pedro Hipolito var rekinn frá ÍBV í lok júní en Jeffs var aðstoðarþálfari hans. Andri var í þjálfarateymi ÍBV í fyrra.

Jeffs verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fær frí frá ÍBV til að fara í landsliðsverkefni um mánaðarmótin ágúst/september.

Skarast það við heimaleik gegn Val og mun Andri stýra liðinu í leiknum og fá innanbúðar aðstoð til þess.

Daníel Geir Moritz hefur tekið við formennsku í nýju knattspyrnuráði ÍBV og Magnús Sigurðsson hefur bæst við það að auki. Áfram munu Magnús Elíasson, Haraldur Bergvinsson og Guðmundur Ásgeirsson vera í ráðinu og er stefnt að því að fjölga um 1-2 til viðbótar.

Eyjamenn eru í erfiðri stöðu á botni deildarinnar en næsti leikur er gegn FH á heimavelli á laugardaginn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner