ÍBV hefur samið við Ian Jeffs og Andra Ólafsson um að þeir stýri liðinu út tímabilið í Pepsi Max-deild karla. Jeffs verður aðalþjálfari en Andri verður honum til aðstoðar.
Bæði Jeffs og Andri eru þeir fyrrum leikmenn ÍBV en þeir voru við stjórnvölinn í síðasta leik gegn KR.
Pedro Hipolito var rekinn frá ÍBV í lok júní en Jeffs var aðstoðarþálfari hans. Andri var í þjálfarateymi ÍBV í fyrra.
Jeffs verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fær frí frá ÍBV til að fara í landsliðsverkefni um mánaðarmótin ágúst/september.
Skarast það við heimaleik gegn Val og mun Andri stýra liðinu í leiknum og fá innanbúðar aðstoð til þess.
Daníel Geir Moritz hefur tekið við formennsku í nýju knattspyrnuráði ÍBV og Magnús Sigurðsson hefur bæst við það að auki. Áfram munu Magnús Elíasson, Haraldur Bergvinsson og Guðmundur Ásgeirsson vera í ráðinu og er stefnt að því að fjölga um 1-2 til viðbótar.
Eyjamenn eru í erfiðri stöðu á botni deildarinnar en næsti leikur er gegn FH á heimavelli á laugardaginn.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir