Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
   lau 24. ágúst 2019 19:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Sveinn Þór: Það hjálpaði okkur allavega ekki að aðrir aðilar voru ekki tilbúnir í þennan leik
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magni ferðaðist suður með sjó í dag þegar flautað var til leiks í 18.Umferð Inkasso deildar karla en Magni heimsótti þá Njarðvíkingar á Rafholtsvöllinn.
Magni hafði fyrir þennan leik náð að tengja saman tvo sigra í síðustu tveim leikjum en það átti eftir að breytast í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

„Hundfúll auðvitað, ég er ekkert hundfúll yfir framistöðu minna manna, mér fannst við gefa allt í þetta og undirbúðum okkur ofboðslega vel og mættum hérna til þess að vinna Njarðvík í dag en það hjálpaði okkur allavega ekki að aðrir aðilar voru ekki tilbúnir í þennan leik hér í dag." Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna eftir leikinn í dag.

Magni missti mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik og það hlítur að hafa riðlað til skipurlaginu hjá Magna í þessum leik.
„Já alveg klárlega og bara ekki spurning. Ég er búin að ræða við minn mann og miðað við hvernig maðurinn dettur í grasið að guð minn almáttugur. Ég bara trúi ekki að menn geri svona, ég er svo fúll útí svindlara og að menn láti sig bara detta og fiska rautt spjald, ég þoli þetta ekki."

Sveinn var ekki parsáttur með dómaratríóið í leiknum í dag.
„Illa, það eru bara ákvarðarnir þarna í þessum leik sem að ég bara skil ekki, ég bara næ ekki í rauninni hvernig ekki er hægt að sjá svona og falla fyrir svona svikurum, ég bara næ þessu ekki og ég er svo fúll. Við gagnrýnum alveg okkur og við förum alveg yfir okkar leik og annað og munum vinna í því sem að við hefðum gert betur og annað en það er svo svekkjandi þegar að menn mæta hérna ekki tilbúnir í svona leik og ekki tilbúnir í svona aðstæður og annað og hálfpartinn nenna þessu ekki, það er ofboðslega svekkjandi og þá er ég að tala um alla í þessu dómaratríói og ég er hundfúll yfir þeim." 

Magni eru eins og Njarðvíkignar í hörku baráttu um að halda sæti sínu í Inkasso deildinni.
„ Við tökum bara einn leik í einu og það er Grótta næst og við ætlum bara að vinna Gróttu, við stefnum að því að vinna Gróttu heima næsta laugardag og tökum á móti þeim þar og gefur allt í þann leik klárlega þannig er það bara einn leikur í einu."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner