Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 10. september 2019 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Bergsveinn og Sigurpáll í banni gegn Leikni R.
Bergsveinn Ólafsson er ekki með gegn Leikni R.
Bergsveinn Ólafsson er ekki með gegn Leikni R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag en fjölmargir leikmenn eru í banni í lykilleikjum í Inkasso deild karla og Pepsi Max-deild kvenna.

Bergsveinn Ólafsson og Sigurpáll Melberg Pálsson, lykilmenn Fjölnis, spila ekki gegn Leikni R. í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar í næstu umferð en Fjölnir er í dauðafæri að komast upp og Leiknismenn eiga einnig góðan möguleika í baráttunni.

Fjölnir er í efsta sæti með 41 stig, fimm stigum á undan Leikni sem er í þriðja sæti.

Þróttarar, sem eru í harðri fallbaráttu, mæta Magna í næstu umferð en Grenivíkurliðið berst einnig fyrir lífi sínu. Þrír leikmenn Þróttara missa af leiknum en það eru þeir Hreinn Ingi Örnólfsson, Archange Nkumu og Bjarni Páll Linnet Runólfsson.

Tímabilið er þá búið hjá Orra Sigurjónssyni en hann var rekinn af velli í 7-1 tapi Þórs gegn Fjölni. Maired Clare Fulton, lykilmaður Keflavíkur í Pepsi Max-deild kvenna missir þá af hörkuslag gegn HK/Víkingi en Keflavík þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni.

Inkasso:

Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir) - Í banni gegn Leikni R.
Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir) - Í banni gegn Leikni R.
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar) - Í banni gegn Keflavík
Orri Sigurjónsson (Þór) - Í banni gegn Fram og Magna
Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Þróttur R.) - Í banni gegn Magna
Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.) - Í banni gegn Magna
Archange Nkumu (Þróttur R.) - Í banni gegn Magna

Pepsi Max-kvenna:
Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Fylkir) - Í banni gegn ÍBV
Maired Clare Fulton (KeflavíK) - Í banni gegn HK/Víking
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Þór/KA) - Í banni gegn Stjörnunni

Athugasemdir
banner
banner