Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. október 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Álitsgjafar spá í leik Manchester United og Liverpool
Úr leik liðanna á Old Trafford á síðasta tímabili.
Úr leik liðanna á Old Trafford á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba verður ekki með um helgina vegna meiðsla.
Paul Pogba verður ekki með um helgina vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Úr leiknum á Old Trafford á síðasta tímabili.
Úr leiknum á Old Trafford á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Skorar Harry Maguire um helgina?
Skorar Harry Maguire um helgina?
Mynd: Getty Images
Erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool mætast á Old Trafford á sunnudag klukkan 15:30.

Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að spá í spilin fyrir leikinn.



Logi Bergmann Eiðsson, Síminn
Þetta er náttúrlega stærsti leikur ársins fyrir okkur United menn. En ég hef sjaldan veruð svartsýnni. Það er ekkert sjálfstraust hjá United og alltof mikið af því hinumegin. En þetta er alltaf frábær leikur og ég verð illa svikinn ef það verður ekki amk eitt rautt.

Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður Liverpool
Jürgen Klopp hefur enn ekki unnið leik með Liverpool á Old Trafford (1 tap, 3 jafntefli í 4 leikjum). Hann fær einfaldlega aldrei betra tækifæri til þess en núna, United er í miklum vandræðum innan og utan vallar á meðan Liverpool hafa virst óstöðvandi í deildinni. Meiðsli á einstaka leikmönnum beggja liða ættu ekki að hafa úrslitaáhrif í þetta sinn, Liverpool er einfaldlega betra liðið og eiga að vinna. Þannig hefur það hins vegar ekki alltaf virkað í leikjum þessara liða, formið fer út um gluggann eins og sagt er og baráttan í algleymingi. Ég býst við að United-menn gefi allt í þennan leik, þetta er að vissu leyti hálfgerður úrslitaleikur fyrir þá. Engu að síður er trú mín á Liverpool þessa dagana slík að ég get ekki spáð öðru en sigri. Klopp hirðir loks þrjú stig á Old Trafford.

Kristján Óli Sigurðsson, Dr. Football
Maður hefði nú bara viljað að þetta hundleiðinlega landsleikjahlé væri aðeins lengra fyrst að þetta er leikurinn strax í kjölfarið. Hjartað vonar svo sannarlega að Ole nafni minn og lærisveinar hans rífi sig upp af rassgatinu. Sem betur fer missti ég af síðasta leik gegn Newcastle sem ég hélt að alvöru knattspyrnulið gætu ekki tapað fyrir. Liverpool er búið að vinna 17 leiki í röð og maður skolar niður nokkrum Viking ef þeir lenda á vegg í Leikhúsi Draumanna. Liverpool er miklu betra lið í dag en ef eitthvað fær þá stöðvað er það andrúmsloftið á Old Trafford. Klopp hefur aldrei unnið þar. Vona innilega að það breytist ekki um helgina. Mín spá 1-1 Maguire og Salah með mörkin.

Guðmundur Þór Júlíusson, HK
Huge leikur fyrir marga, en að sama skapi mikið sem þarf að gerast svo Liverpool tapi þessum leik, en ég spái því að snemma í Fyrri hálfleik munu Liverpool menn missa sterkan leikmann af velli þeir verða fyrir því óláni að missa Hummerinn í vörninni útaf (Van dijk) og ekki verður útlitið gott. United mun sækja í sig kraft og sá Brasilíski mætir á svæðið og lúðrar inn einu, United vinnur 1-0 king Fred með markið, þetta mun gera mikið fyrir frænda hans Neymar enda miklir vinir, um leið nær hann að slökkva niður í nokkrum gagnrýnisröddum en hversu lengi því get ég ekki spáð fyrir um.

Tryggvi Páll Tryggvason, raududjoflarnir.is
Ég hef aldrei verið jafn svartsýnn fyrir hönd minna manna í Manchester United fyrir þessa viðureign. Munurinn á liðunum þessa dagana er grátlega mikill og líklega ívið meiri en þegar Roy Hodgson var á sinni ágætu vegferð að gera Liverpool að miðlungsliði á sínum tíma. Synd að hann hafi verið rekinn! Í sannleika sagt er Liverpool hreinlega með betri leikmenn í öllum stöðum þó kannski sé hægt að deila um eina til tvær. Í öllu falli er þjálfarinn betri auk þess sem að hann kreistir alla hæfileikadropa úr sínum mönnum. Það er af sem áður var hjá United.

Á pappír, miðað við form og annað, ætti þetta því að verða frekar auðvelt fyrir Liverpool. Sem betur fer lýtur þetta tiltekna einvígi sínum eigin lögmálum og yfirleitt skiptir það ekkert allt of miklu máli hvar liðin eru í deildinni, þetta getur farið hvernig sem er. Oft er það þannig að United drullar upp á bak á Anfield og Liverpool á Old Trafford og það er það kannski það sem maður vonar að gerist á sunnudaginn. Helsta haldreipið hjá United er að varnarleikurinn er með því besta sem ég hef séð hjá United í langan tíma. Verst með sóknarleikinn samt. Það stefnir því allt í afar óverðskuldaðan 1-0 sigur United. Loksins hittir Ashley Young á pönnuna á Harry Maguire úr horni. Helst á 90. mínútu.

Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari
Himinn og haf á milli þessara liða eins og staðan er í dag. Ég á von á hörkuleik því það gæti komið United aftur í gang að ná að stoppa Liverpool á sinni sigurgöngu á sunnudag. Margir vilja meina að titillinn hafi farið hjá Liverpool á Old Trafford á síðasta tímabili, Klopp var varfærinn í þeim leik. Ég segi að þetta verði opnara. 1-2 í flottum fótboltaleik.

Andri Fannar Stefánsson, KA
Liverpool klára þennan leik 2-0 með mörkum frá Mané og Firmino. Gæðamunurinn á þessum liðum í augnablikinu er gríðarlegur. Klopp og Liverpool hafa lært af síðasta leik á Old Trafford þar sem þeir voru mjög ólíkir sjálfum sér, lítil ákefð í öllum aðgerðum og passífir. Þeir mæta “fljúgandi” inn í leikinn á sunnudaginn og herja á þá úr öllum áttum sem er eitthvað sem United mun ekki ráða við.

Björgvin Stefánsson, KR
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig leikmenn beggja liða koma undan landsliðsverkefnum síðustu viku. Spilamennska Liverpool hefur aðeins dalað eftir öfluga byrjun en þeir hafa þó náð að klára sína leiki. United hafa verið hörmulegir upp á síðkastið og lítið hefur gengið í stigasöfnun. Ég held samt að það skipti litlu máli í innbyrðis viðureignum þessara liða og við fáum alvöru leik. Fullt af spjöldum, fullt af mörkum og helvítis hellingur af alls konar vitleysu. Það er ómögulegt að segja til um það hvernig leikurinn fer svo ég þorði ekki að skila af mér minni spá fyrr en ég hafði ráðfært mig við Andreu Fleckenstein, færustu völvu okkar Íslendinga, sem á þó ættir að rekja til Pensylvaníu. Hún er hörð á því að bæði lið skori þrjú mörk en þriðja mark United verður tekið af eftir vafasamann VAR dóm og leikar enda því 3-2 þar sem Liverpool ber sigur úr býtum. Þegar ég spurði hana út í markaskorara þá hreytti hún í mig allskyns fúkyrðum sem ég ætla ekki að hafa eftir henni og sagðist vera völva, ekki spákona. Hún sagði reyndar að Mo Salah verði frábær, en þó ekki jafn frábær og Will Smith í myndinni 300.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner