Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 05. desember 2019 11:24
Elvar Geir Magnússon
Birtu forsíðufyrirsögnina 'Svartur föstudagur' með myndum af Lukaku og Smalling
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Ítalska blaðið Corriere dello Sport hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir forsíðufyrirsögn sína þar sem talað er um 'Svartan föstudag' og fjallað um Romelu Lukaku og Chris Smalling, fyrrum leikmenn Manchester United, sem mætast á föstudaginn.

Lukaku er hjá Inter og Smalling hjá Roma en liðin eigast við í mikilvægum leik annað kvöld í ítölsku A-deildinni.

Roma og Inter hafa gagnrýnt þessa nálgun blaðsins á samfélagsmiðlum

Samtökin Fare network, sem berjast gegn mismunun, segja að ítalskir fjölmiðlar stuðli að kynþáttafordómum daglega.

Lukaku og Smalling hafa báðir byrjað vel í ítalska boltanum. Lukaku er með 10 mörk í 14 deildarleikjum með Inter og Smalling hefur leikið vel í vörn Roma.

Kynþáttafordómar eru mikið vandamál í ítalska boltanum en ítalskur sjónvarpssérfræðingur var rekinn fyrir að segja að eina leiðin til að stöðva Lukaku væri að „gefa honum tíu banana að borða".


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner