banner
   sun 16. febrúar 2020 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar um ólöglegan leikmann: Gengum út frá því að allir hefðu verið á láni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var í viðtali við Fótbolta.net í gær eftir 1-2 tap gegn Grindavík í Lengjubikarnum. HK skoraði fleiri mörk en FH í fyrstu umferð riðilsins í Lengjubikarnum en var á mánudag dæmdur ósigur í þeim leik vegna ólöglegs leikmanns.

Sjá einnig:
Brynjar Björn: Frábært að fá Gumma Júl til baka

HK er því með núll stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Brynjar var spurður hvað hefði gerst og hvort þetta væri eitthvað sem gerðist bara einu sinni og svo aldrei aftur. „Þetta gerist bara einu sinni hugsa ég."

„Það sem gerist: Allir strákarnir sem voru í öðrum flokki í fyrra voru skráðir í Ými. Þeir voru á samningi hjá okur og voru á láni hjá Ými og félagaskiptin ganga því til baka eftir leiktíðina. Nema Emil Skorri (Þ. Brynjólfsson) hann var ekki á samningi og var því enn skráður í Ými. Það gleymist að tékka almennilega á því."

„Fullt af mönnum, hvort sem það er ég eða einhver annar hefðum getað skoðað stöðuna en við gengum út frá því að þeir hefðu allir verið á láni og því allir gengið til baka,"
sagði Brynjar við Fótbolta.net.
Brynjar Björn: Frábært að fá Gumma Júl til baka
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner