Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 16. febrúar 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn: Frábært að fá Gumma Júl til baka
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þessi leikur var allt í lagi. Mér fannst hann fínn í fyrri hálfleik þar sem við fengum 3-4 fín færi. Þetta var ágætis æfing, við prófuðum hluti sem við vorum að kíkja á. Það gekk ágætlega," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir 1-2 tap gegn Grindavík í Lengjubikarnum í gær, leikið var í Kórnum.

Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Hvernig var fyrir Brynjar að fá Guðmund Þór Júlíusson inn í liðið. Guðmundur lék í 28 mínútur í gær.

„Það er frábært. Frábært fyrir hann að komast inn á völlinn í þennan tíma sem hann lék. Gott fyrir hann að fá þennan leik, hann er í alvöru standi. Nú er að byggja ofan á þessar mínútur sem hann fékk í dag."

Guðmundur var tekinn af velli eftir tæplega hálftíma leik. Brynjar segir það hafa verið planið að hann myndi spila þetta lengi í þessum fyrsta leik eftir löng meiðsli.

Sjá einnig:
Gummi Júl: Geðveikt að ná 28 mínútum

Lítur Brynjar á endurkomu Guðmundar eins og nýjan leikmann inn í varnarlínuna? Liðið missir Björn Berg Bryde frá síðustu leiktíð sem lék í miðverðinum.

„Að einhverju leyti. Gummi hefði sennilega spilað í fyrra hefði hann verið heill og við hefðum kannski ekki fengið Björn inn í liðið. Það er svolítið staðan að Gummi kemur í staðinn fyrir Björn," sagði Brynjar Björn við Fótbolta.net
Athugasemdir
banner