Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 16. febrúar 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn: Frábært að fá Gumma Júl til baka
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þessi leikur var allt í lagi. Mér fannst hann fínn í fyrri hálfleik þar sem við fengum 3-4 fín færi. Þetta var ágætis æfing, við prófuðum hluti sem við vorum að kíkja á. Það gekk ágætlega," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir 1-2 tap gegn Grindavík í Lengjubikarnum í gær, leikið var í Kórnum.

Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Hvernig var fyrir Brynjar að fá Guðmund Þór Júlíusson inn í liðið. Guðmundur lék í 28 mínútur í gær.

„Það er frábært. Frábært fyrir hann að komast inn á völlinn í þennan tíma sem hann lék. Gott fyrir hann að fá þennan leik, hann er í alvöru standi. Nú er að byggja ofan á þessar mínútur sem hann fékk í dag."

Guðmundur var tekinn af velli eftir tæplega hálftíma leik. Brynjar segir það hafa verið planið að hann myndi spila þetta lengi í þessum fyrsta leik eftir löng meiðsli.

Sjá einnig:
Gummi Júl: Geðveikt að ná 28 mínútum

Lítur Brynjar á endurkomu Guðmundar eins og nýjan leikmann inn í varnarlínuna? Liðið missir Björn Berg Bryde frá síðustu leiktíð sem lék í miðverðinum.

„Að einhverju leyti. Gummi hefði sennilega spilað í fyrra hefði hann verið heill og við hefðum kannski ekki fengið Björn inn í liðið. Það er svolítið staðan að Gummi kemur í staðinn fyrir Björn," sagði Brynjar Björn við Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner