Ísland 3-0 Írland
1-0 Dóra María Lárusdóttir ('23)
2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('60)
3-0 Dóra María Lárusdóttir ('69)
1-0 Dóra María Lárusdóttir ('23)
2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('60)
3-0 Dóra María Lárusdóttir ('69)
Í kvöld mættust kvennalið Íslands og Írlands á Laugardalsvellinum, en liðin voru að leika um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á næsta ári. Fyrri leikur liðanna fór 1-1 í Dublin.
Ísland byrjaði leikinn mun betur, en eftir nokkurra mínútna leik fengu stelpurnar hættulegt færi. Ásta sendi þá boltann fyrir þar sem Hólmfríður skallaði hann á Margréti Láru Viðarsdóttir sem skaut að marki, en Emma Byrne varði hann frábærlega í horn.
Íslenska liðið sótti mun meira í fyrri hálfleik og átti Sara Björk Gunnarsdótti fínt skallatækifæri eftir flotta sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttir en búið var að flagga rangstæðu.
Á 23. Mínútu dró til tíðinda fyrir íslenska liðið, en þá skoraði Dóra María Lárusdóttir frábært mark eftir að Ásta Árnadóttir hafði sent boltann í varnarmann Íra og á Dóru. Hún kláraði færið örugglega með því að skjóta yfir Emmu Byrne, markvörð Íra.
Lítið markvert gerðist eftir markið en íslenska liðið var töluvert meira með boltann í fyrri hálfleik og sýndu frábæra takta inná milli. Þar má nefna að lýsendur á Eurosport stöðinni voru að missa sig yfir innköstum Ástu Árnadóttir og kölluðu hana „Asta Blasta“.
Síðari hálfleik rúllaði nokkuð vel af stað í von um meiri frábæra skemmtun á Laugardalsvellinum, og sýndu þær það.
Írar áttu þó sitt allra hættulegasta færi þegar Mary McDonnell skallaði af stuttu færi bein á Maríu Björg í marki Íslands, og var það ekki beinlínis stórhætta.
Um miðbik síðari hálfleiks fékk Margrét Lára Viðarsdóttir dauðafæri eftir sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttir, en Emma Byrne varði eins og fyrr í leiknum mjög vel. Sóknin var þó ekki búin heldur fékk Sara Björk boltann og skaut honum beint á Byrne og lítil hætta í skotinu.
Það var þó ekki liðin mínútu frá þessari stórsókn þegar íslenska liðið framlengdi forskot sitt, og var það Dóra María sem fékk boltann á hægri vænginn og sendi gullfallega sendingu beint á kollinn á Margréti Láru sem átti ekki í vandræðum með að stýra boltanum framhjá Emmu Byrne í markinu.
Þær voru langt frá því að vera búnar með sinn kvóta og bættu þær við sig tíu mínútum seinna, en þar var Dóra María aftur að verki eftir sendingu frá Margréti Láru.
Stelpurnar sóttu án afláts undir lok leiks og sýndu Írunum hvernig átti að spila fótbolta með snilldar töktum og átti Hólmfríður marga góða spretti. Þeim tókst ekki að skora fleiri mörk, en þrjú mörk voru þegar nóg og íslenska liðið mun leika á úrslitakeppni Evrópumótsins á næsta ári og það í fyrsta sinn í sögu Íslands.
Dómari: Christine Beck (Þýskaland), mjög góð og leyfði leiknum að fljóta.
Völlur: Laugardalsvöllur, völlurinn var harður, mjög háll og klakamyndun á svæðum
Maður leiksins: Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Athugasemdir