Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. febrúar 2020 08:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi klár í slaginn en ekki það sama hægt að segja um Jóa Berg
Gylfi er búinn að jafna sig af meiðslum.
Gylfi er búinn að jafna sig af meiðslum.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton, er búinn að jafna sig nárameiðslum og getur snúið aftur gegn Watford í dag.

Gylfi hefur misst af síðustu tveimur leikjum Everton vegna meiðslanna.

„Gylfi Sigurðsson er klár í slaginn," segir Carlo Ancelotti, stjóri Everton.

Richarlison og Alex Iwobi hafa einnig jafnað sig af meiðslum, og þá er Andre Gomes byrjaður að æfa aftur eftir að hafa fótbrotnað á skelfilegan hátt gegn Tottenham í nóvember síðastliðnum.

Hinn Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni, Jóhann Berg Guðmundsson, er hins vegar enn á meiðslalistanum. Jói Berg verður ekki með Burnley á sunnudaginn gegn Arsenal.

Jóhann Berg hefur verið frá keppni vegna meiðsla á læri. Íslendingurinn hefur aðeins spilað sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner