PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 01. mars 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í El Clasico: Tvær breytingar á báðum liðum
Klukkan 20:00 hefst stærsti leikur tímabilsins á Spáni þegar Barcelona heimsækir Real Madrid í El Clasico.

Þessa leikur gæti gert útslagið um það hvaða lið verður meistari. Barcelona er með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar, en gengi Real Madrid hefur ekki verið upp á það besta í síðustu leikjum.

Það eru nokkur meiðsli í herbúðum liðanna. Heimamenn eru án Eden Hazard, Marco Asensio og Rodrygo Goes. Þá eru Luis Suarez, Ousmane Dembele og Sergi Roberto ekki í liði gestana.

Frá tapinu gegn Manchester City í Meistaradeildinni í síðustu viku gerir Zinedine Zidane, þjálfari Real, tvær breytingar. Marcelo og Toni Kroos koma inn í byrjunarliðið.

Barcelona gerði 1-1 jafntefli gegn Napoli í Meistaradeildinni í síðustu viku. Frá þeim leik eru tvær breytingar gerðar á byrjunarliði Katalóníustórveldisins; Jordi Alba og Arthur koma inn í byrjunarliðið.

Danski sóknarmaðurinn Martin Braithwaite, sem var fenginn til Barcelona frá Leganes í síðasta mánuði á undanþágu út af meiðslum, byrjar áfram á bekknum hjá Barcelona. Hjá Real Madrid byrja Gareth Bale og Luka Modric á bekknum.

Hér að neðan má sjá byrjunarlið beggja liða og stigatöfluna á Spáni.

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois, Carvajal, Ramos, Varane, Marcelo, Valverde, Casemiro, Kroos, Isco, Benzema, Vinicius.
(Varamenn: Areola, Mendy, Vazquez, Militao, Diaz, Bale, Modric)

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Semedo, Pique, Umtiti, Alba, Busquets, Arthur, De Jong, Vidal, Griezmann, Messi.
(Varamenn: Neto, Collado, Braithwaite, Lenglet, Fati, Firpo, Rakitic)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 16 11 3 2 32 15 +17 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Espanyol 15 8 3 4 19 16 +3 27
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Celta 15 4 7 4 18 19 -1 19
11 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
12 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
15 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
16 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
Athugasemdir
banner