Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   þri 01. mars 2022 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Breiðablik lenti óvænt í vandræðum
Dagur Dan gerði tvö mörk.
Dagur Dan gerði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 2 Fjölnir
0-1 Viktor Andri Hafþórsson ('7)
1-1 Dagur Dan Þórhallsson ('11)
1-2 Dagur Ingi Axelsson ('34)
2-2 Sölvi Snær Guðbjargarson ('60)
3-2 Dagur Dan Þórhallsson ('83)
4-2 Ísak Snær Þorvaldsson ('85)
Rautt spjald: Lúkas Magni Magnason, Breiðablik ('90)

Breiðablik lenti óvænt í vandræðum þegar liðið mætti Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld.

Fjölnir komst tvisvar yfir í fyrri hálfleiknum og var með forystu þegar flautað var til hálfleiks, 1-2. Mjög óvænt þar sem Fjölnir er í Lengjudeildinni og Breiðablik það lið sem þykir líklegast til að vinna Bestu deildina í sumar.

Eftir klukkutíma leik jafnaði Sölvi Snær Guðbjargarson metin fyrir Blika og þeir komust svo loksins yfir á 83. mínútu er Dagur Dan Þórhallsson gerði sitt annað mark í leiknum. Miðjumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson gerði svo út um leikinn eftir það.

Lokatölur 4-2 fyrir Breiðablik, en það verður að hrósa Fjölni fyrir að gera þetta að alvöru leik. Breiðablik hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Lengjubikarnum, en Fjölnir er án stiga eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner