Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 01. apríl 2020 14:15
Magnús Már Einarsson
Önnur þáttaröð af Sunderland Til I Die komin út
Önnur þáttaröðin af Sunderland Til I Die er komin í sýningu hjá streymisveitunni Netflix.

Fyrsta þáttaröðin sló í gegn á Íslandi og víðar en hún fjallaði um um baráttu Sunderland í Championship-deildinni. Áhorfendur fá að skyggnast á bak við tjöldin og sjá það sem fór úrskeiðis hjá félaginu.

Eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni þá féll Sunderland beinustu leið úr Championship-deildinni í C-deildina.

Í annari þáttaröðinni er fjallað um síðasta tímabil hjá Sunderland í ensku C-deildinni en þar var mikil dramatík.
Athugasemdir