Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. apríl 2021 20:30
Victor Pálsson
Torreira ætlar að yfirgefa Evrópu - Móðir hans lést á mánudag
Torreira var áður hjá Arsenal.
Torreira var áður hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Lucas Torreira, leikmaður Atletico Madrid, ætlar að komast til Argentínu í sumar til að geta verið nær fjölsyldu sinni sem er frá Úrúgvæ.

Móðir Torreira lést á mánudaginn eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og fékk leikmaðurinn grænt ljós á að snúa aftur heim.

Torreira hefur ekki lengur áhuga á að leika í Evrópu og vill semja við stórlið Boca Juniors frá Argentínu.

„Ég er að reyna að skilja stöðuna. Það er erfitt að sætta sig við þetta en með tímanum mun ég læra að lifa með þessu," sagði Torreira.

„Móðir mín var 53 ára gömul og lést vegna COVID. Það var smit í Fray Bentos og hún barðist í 11 daga en á mánudag fékk ég verstu fréttirnar."

„Ég bað Atletico um smá tíma fyrir mig. Þjálfarinn skildi mig fullkomlega og gaf mér viku en ég bað um að fá að vera þarna aðeins lengur. Ég sný örugglega aftur á sunnudag."

„Ég hef alltaf sagst vilja spila fyrir Boca, mig dauðlangar að spila fyrir Boca og mun alltaf segja það. Ég vil ekki spila í Evrópu lengur, ég vil spila fyrir Boca."
Athugasemdir
banner
banner
banner