Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   lau 01. apríl 2023 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Frábær verðlaun fyrir stórgóða frammistöðu - „Það er alltaf heiður"
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á EM 2017.
Á EM 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen hefur verið í fantaformi á undirbúningstímabilinu. Hún var auðvitað á skotskónum í dag þegar Þór/KA tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

„Ég er fyrst og fremst stolt af okkar framlagi í þessu móti og ég held að við höfum náð að koma mörgum á óvart. Það er klárlega margt jákvætt sem við getum tekið úr þessu," sagði Sandra María við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við gáfum okkar besta. Við vitum að það eru mikil gæði í Stjörnuliðinu. Við komum í þennan leik til að vinna. Það tókst ekki í dag, en við gerðum samt vel og erum alveg sáttar með það sem við gerðum."

Sandra skoraði alls tólf mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum og var hún á dögunum verðlaunuð fyrir frammistöðu sína með sæti í A-landsliðinu. Hún var valin í hópinn í fyrsta sinn í tæplega tvö og hálft ár. Hún er að snúa til baka í landsliðið eftir að hafa eignast barn árið 2021. Hún sneri til baka á völlinn á síðasta tímabili og skoraði þá átta mörk í Bestu deildinni.

„Það er alltaf heiður að vera valin í landsliðshóp og merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Núna er undir mér komið að nýta tækifærið og sanna það að ég eigi að vera í þessum hóp. Ég tek sætinu og reyni að hafa gaman að því, gera mitt besta."

„Ég er mjög spennt. Ég hef áður tekið pásur frá landsliðinu þegar ég hef slitið krossband. Þetta er lengsta pásan og það verður rosalega gaman að hitta stelpurnar aftur. Það er mikið af nýjum andlitum í hópnum en samt sem áður þekkir maður margar. Ég held að þetta verði rosalega skemmtilegt; það er mikið efni í þessum hóp og stór verkefni framundan."

„Mér finnst ég vera að ná ákveðnum toppi í líkamlegri getu. Skilningurinn er orðinn meiri. Ég náði að grípa mikla reynslu út í Þýskalandi og mér finnst ég ná að nýta það í deildinni hérna. Þó ég sé 28 ára er enn nóg eftir."

Hún heldur því opnu að fara aftur erlendis. „Ég ætla að einbeita mér að tímabilinu og svo skoða ég það þegar líða fer á tímabilið hvað er í boði. Það er eitt að spila þegar maður er einstæð og annað þegar maður er komin með fjölskyldu."

Hægt er að skoða viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan en þar ræðir Sandra um það af hverju hún er búin að skora svona mikið.
Athugasemdir
banner
banner