Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   lau 01. apríl 2023 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Frábær verðlaun fyrir stórgóða frammistöðu - „Það er alltaf heiður"
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á EM 2017.
Á EM 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen hefur verið í fantaformi á undirbúningstímabilinu. Hún var auðvitað á skotskónum í dag þegar Þór/KA tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

„Ég er fyrst og fremst stolt af okkar framlagi í þessu móti og ég held að við höfum náð að koma mörgum á óvart. Það er klárlega margt jákvætt sem við getum tekið úr þessu," sagði Sandra María við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við gáfum okkar besta. Við vitum að það eru mikil gæði í Stjörnuliðinu. Við komum í þennan leik til að vinna. Það tókst ekki í dag, en við gerðum samt vel og erum alveg sáttar með það sem við gerðum."

Sandra skoraði alls tólf mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum og var hún á dögunum verðlaunuð fyrir frammistöðu sína með sæti í A-landsliðinu. Hún var valin í hópinn í fyrsta sinn í tæplega tvö og hálft ár. Hún er að snúa til baka í landsliðið eftir að hafa eignast barn árið 2021. Hún sneri til baka á völlinn á síðasta tímabili og skoraði þá átta mörk í Bestu deildinni.

„Það er alltaf heiður að vera valin í landsliðshóp og merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Núna er undir mér komið að nýta tækifærið og sanna það að ég eigi að vera í þessum hóp. Ég tek sætinu og reyni að hafa gaman að því, gera mitt besta."

„Ég er mjög spennt. Ég hef áður tekið pásur frá landsliðinu þegar ég hef slitið krossband. Þetta er lengsta pásan og það verður rosalega gaman að hitta stelpurnar aftur. Það er mikið af nýjum andlitum í hópnum en samt sem áður þekkir maður margar. Ég held að þetta verði rosalega skemmtilegt; það er mikið efni í þessum hóp og stór verkefni framundan."

„Mér finnst ég vera að ná ákveðnum toppi í líkamlegri getu. Skilningurinn er orðinn meiri. Ég náði að grípa mikla reynslu út í Þýskalandi og mér finnst ég ná að nýta það í deildinni hérna. Þó ég sé 28 ára er enn nóg eftir."

Hún heldur því opnu að fara aftur erlendis. „Ég ætla að einbeita mér að tímabilinu og svo skoða ég það þegar líða fer á tímabilið hvað er í boði. Það er eitt að spila þegar maður er einstæð og annað þegar maður er komin með fjölskyldu."

Hægt er að skoða viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan en þar ræðir Sandra um það af hverju hún er búin að skora svona mikið.
Athugasemdir
banner