Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 01. apríl 2023 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Frábær verðlaun fyrir stórgóða frammistöðu - „Það er alltaf heiður"
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á EM 2017.
Á EM 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen hefur verið í fantaformi á undirbúningstímabilinu. Hún var auðvitað á skotskónum í dag þegar Þór/KA tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

„Ég er fyrst og fremst stolt af okkar framlagi í þessu móti og ég held að við höfum náð að koma mörgum á óvart. Það er klárlega margt jákvætt sem við getum tekið úr þessu," sagði Sandra María við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við gáfum okkar besta. Við vitum að það eru mikil gæði í Stjörnuliðinu. Við komum í þennan leik til að vinna. Það tókst ekki í dag, en við gerðum samt vel og erum alveg sáttar með það sem við gerðum."

Sandra skoraði alls tólf mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum og var hún á dögunum verðlaunuð fyrir frammistöðu sína með sæti í A-landsliðinu. Hún var valin í hópinn í fyrsta sinn í tæplega tvö og hálft ár. Hún er að snúa til baka í landsliðið eftir að hafa eignast barn árið 2021. Hún sneri til baka á völlinn á síðasta tímabili og skoraði þá átta mörk í Bestu deildinni.

„Það er alltaf heiður að vera valin í landsliðshóp og merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Núna er undir mér komið að nýta tækifærið og sanna það að ég eigi að vera í þessum hóp. Ég tek sætinu og reyni að hafa gaman að því, gera mitt besta."

„Ég er mjög spennt. Ég hef áður tekið pásur frá landsliðinu þegar ég hef slitið krossband. Þetta er lengsta pásan og það verður rosalega gaman að hitta stelpurnar aftur. Það er mikið af nýjum andlitum í hópnum en samt sem áður þekkir maður margar. Ég held að þetta verði rosalega skemmtilegt; það er mikið efni í þessum hóp og stór verkefni framundan."

„Mér finnst ég vera að ná ákveðnum toppi í líkamlegri getu. Skilningurinn er orðinn meiri. Ég náði að grípa mikla reynslu út í Þýskalandi og mér finnst ég ná að nýta það í deildinni hérna. Þó ég sé 28 ára er enn nóg eftir."

Hún heldur því opnu að fara aftur erlendis. „Ég ætla að einbeita mér að tímabilinu og svo skoða ég það þegar líða fer á tímabilið hvað er í boði. Það er eitt að spila þegar maður er einstæð og annað þegar maður er komin með fjölskyldu."

Hægt er að skoða viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan en þar ræðir Sandra um það af hverju hún er búin að skora svona mikið.
Athugasemdir
banner