Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 01. apríl 2023 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Frábær verðlaun fyrir stórgóða frammistöðu - „Það er alltaf heiður"
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á EM 2017.
Á EM 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen hefur verið í fantaformi á undirbúningstímabilinu. Hún var auðvitað á skotskónum í dag þegar Þór/KA tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

„Ég er fyrst og fremst stolt af okkar framlagi í þessu móti og ég held að við höfum náð að koma mörgum á óvart. Það er klárlega margt jákvætt sem við getum tekið úr þessu," sagði Sandra María við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við gáfum okkar besta. Við vitum að það eru mikil gæði í Stjörnuliðinu. Við komum í þennan leik til að vinna. Það tókst ekki í dag, en við gerðum samt vel og erum alveg sáttar með það sem við gerðum."

Sandra skoraði alls tólf mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum og var hún á dögunum verðlaunuð fyrir frammistöðu sína með sæti í A-landsliðinu. Hún var valin í hópinn í fyrsta sinn í tæplega tvö og hálft ár. Hún er að snúa til baka í landsliðið eftir að hafa eignast barn árið 2021. Hún sneri til baka á völlinn á síðasta tímabili og skoraði þá átta mörk í Bestu deildinni.

„Það er alltaf heiður að vera valin í landsliðshóp og merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Núna er undir mér komið að nýta tækifærið og sanna það að ég eigi að vera í þessum hóp. Ég tek sætinu og reyni að hafa gaman að því, gera mitt besta."

„Ég er mjög spennt. Ég hef áður tekið pásur frá landsliðinu þegar ég hef slitið krossband. Þetta er lengsta pásan og það verður rosalega gaman að hitta stelpurnar aftur. Það er mikið af nýjum andlitum í hópnum en samt sem áður þekkir maður margar. Ég held að þetta verði rosalega skemmtilegt; það er mikið efni í þessum hóp og stór verkefni framundan."

„Mér finnst ég vera að ná ákveðnum toppi í líkamlegri getu. Skilningurinn er orðinn meiri. Ég náði að grípa mikla reynslu út í Þýskalandi og mér finnst ég ná að nýta það í deildinni hérna. Þó ég sé 28 ára er enn nóg eftir."

Hún heldur því opnu að fara aftur erlendis. „Ég ætla að einbeita mér að tímabilinu og svo skoða ég það þegar líða fer á tímabilið hvað er í boði. Það er eitt að spila þegar maður er einstæð og annað þegar maður er komin með fjölskyldu."

Hægt er að skoða viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan en þar ræðir Sandra um það af hverju hún er búin að skora svona mikið.
Athugasemdir
banner