Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   lau 01. apríl 2023 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Juventus fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti
Moise Kean skoraði sigurmark Juventus
Moise Kean skoraði sigurmark Juventus
Mynd: EPA
Ítalska félagið Juventus er aðeins fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti eftir að liðið vann 1-0 sigur á Hellas Verona í Seríu A í dag.

Moise Kean, kom ferskur úr banni og skoraði sigurmark Juventus á 55. mínútu eftir sendingu frá Manuel Locatelli.

Juventus fékk fimmtán stig í mínus og var hugmyndin að gera liðinu erfitt fyrir að komast í Meistaradeildina, en það virðist ekki hafa nein áhrif á juventus sem er aðeins fjórum stigum frá fjórða sætinu.

Atalanta vann 3-1 sigur á Cremonese fyrr í dag. Marten de Roon, Jeremie Boga og Ademola Lookman skoruðu mörk Atalanta, en Lookman fór í gegnum sjö leiki án þess að skora í deildinni eftir að hafa raðað inn mörkunum í október, nóvember og janúar.

Fiorentina vann þá óvæntan 1-0 sigur á Inter. Giacomo Bonaventura skoraði eina mark leiksins.

Úrslit og markaskorarar:

Cremonese 1 - 3 Atalanta
0-1 Marten de Roon ('44 )
1-1 Daniel Ciofani ('56 , víti)
1-2 Jeremie Boga ('72 )
1-3 Ademola Lookman ('90 )

Inter 0 - 1 Fiorentina
0-1 Giacomo Bonaventura ('53 )

Juventus 1 - 0 Verona
1-0 Moise Kean ('55 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
2 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
3 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
10 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir