Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mán 01. apríl 2024 22:38
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Smá extra að spila á móti svona miklum meistara
Arnar Gunnlaugsson með verðlaunagripinn eftir leik í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson með verðlaunagripinn eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Víkings og Vals.
Úr leik Víkings og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistarar Víkings eru meistarar meistaranna eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni. Þessi árlegi leikur markar upphaf fótboltatímabilsins og var áhorfendum í Fossvoginum í kvöld boðið upp á mikla skemmtun og fínan fótbolta.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

„Mér fannst þetta frábær leikur. Það voru mikil gæði í fyrri hálfleiknum miðað við aðstæður. Það var vindasamt og kalt en bæði lið sýndu mjög flott tilþrif," segir Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings í viðtali við Sölva Haraldsson, fréttamann Fótbolta.net

Arnar segir að það hafi verið ótrúlegt að Víkingur hafi á kafla í seinni hálfleik ekki náð að koma sér í forystu í leiknum.

„Eftir að Halli var rekinn út af fékk Valur að snerta boltann meira en sköpuðu sér lítið. Það var karakter og gott hjarta sem tryggði okkur í vítakeppnina."

Fannst honum rétt að Halldór Smári fékk að líta rauða spjaldið?

„Því miður virkaði það þannig. Þetta virkaði groddaralegt hjá Halla mínum. Hann var búinn að vera vel aggressívur í leiknum. Ég á eftir að sjá þetta aftur en miðað við fyrstu sýn virtist hann ekki geta gert annað en gefa honum rautt spjald."

„Það var enginn æfingaleikjafílingur, þetta var bara alvöru leikur og bæði lið lögðu líf og sál í þetta og mikil gæði í báðum liðum. Ef þetta er það sem koma skal í sumar verður þessi deild algjör veisla."

Augu margra beindust að sjálfsögðu að Gylfa Sigurðssyni leikmanni Vals.

„Hann sýndi sín gæði inn á milli og verður frábær fyrir Val í sumar. Það er gott fyrir strákana sem spila á móti honum, það er smá extra að spila á móti svona miklum meistara."

Arnar segist finna mikla spennu fyrir Bestu deildinni og hann býst við góðri mætingu í stúkuna en það var vel mætt í stúkuna í kvöld.

„Ég held persónulega að mótið verði ekki eins og síðustu tvö ár þar sem eitt lið er búið að stinga af. Ég held að þetta verði miklu jafnara í ár. Það lið sem ætlar að taka titilinn af okkur þarf að eiga stjörnusumar."

Það eru nokkur stór nöfn á meiðslalistanum hjá Víkingi. Arnar Gunnlaugsson segist vonast til þess að Jón Guðni Fjóluson verði byrjaður að spila á fullu um miðjan maí en engin tímapressa sé á honum. Hann segir styttra í aðra leikmenn sem eru á meiðslalistanum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner