Gústi þjálfari Breiðabliks var að vonum sáttur við sína menn eftir 1-10 sigur gegn Inkasso liði Magna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Magni 1 - 10 Breiðablik
Það dróg til tíðina strax á fjórðu mínútu þegar Breiðablik fékk víti eftir að Sveinn Óli braut á Thomas Mikkelsen. Hann fékk í kjölfarið rautt spjald fyrir brotið.
„Eftir svona 5 mínútur fengum við víti og þeir rautt á sig þá var þetta dálítið erfitt fyrir Magnamenn. Við gengum alveg á lagið og erum allavega komnir áfram í bikarkeppninni eins og við ætluðum okkur. Ég óska Magna góðs gengis í Inkasso deildinni."
Gústi var ánægður með sjálfstraustið í liði sínu.
„Þeir héldu áfram, hættu aldrei og uppskárum 10 mörk. Það er frábært og sýnir styrkleikamerki í liðinu. Það var vinnuframlag í liðinu og við létum boltann ganga vel. Aðalmálið var samt að komast áfram í keppninni."
Breiðablik mætir HK í næstu umferð Pepsí Max deildarinnar sem fer fram á laugardaginn.
„Líst bara mjög vel á leikinn. Strax núna hefst undirbúningur fyrir leikinn á laugardaginn."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir