Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. maí 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea Rán gæti spilað í fyrstu umferð
Í treyju Le Havre
Í treyju Le Havre
Mynd: Le Havre
Lánssamningur Andra Rán Snæfeld Hauksdóttir hjá Le Havre í Frakklandi rann út í dag. Hún var á láni í vetur frá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hún lék allan leikinn í gær í tapi gegn Evrópumeisturum Lyon.

Andrea er 25 ára miðjumaður sem spilaði fjórtán leiki með Blikum í fyrra.

Fréttaritari hafði samband við Andreu í gær og fékk það staðfest að hún kæmi til landsins um helgina.

Verður hún klár í slaginn gegn Fylki í 1. umferð á þriðjudag?

„Ef allt gengur upp og fer vel þá ætti ég að vera klár í fyrsta leik já," sagði Andrea.

Breiðablik tekur á móti Fylki klukkan 19:15 á þriðjudagskvöld. Breiðabliki er spáð 2. sæti í deildinni í sumar og Fylki þriðja sætinu.

Þú getur keypt Andreu í Draumaliðsdeild 50 skills. Smelltu hér til að taka þátt í draumaliðsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner