Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   lau 01. maí 2021 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn: Ég hefði ekki verið oft inni á vellinum ef þetta er gult
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis.
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi, við ætluðum að fá meira út úr þessu. Spiluðum svona allt í lagi og erfitt að vera manni færri í svona langan tíma en við hefðum alveg klárlega viljað koma í veg fyrir þessi 2 mörk," sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir tap gegn FH í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 FH

Fylkismenn misstu Unnar Stein Ingvarsson af velli með rautt spjald eftir 36 mínútna leik en hann fékk tvö gul á 90 sekúndna kafla. Þótti sá dómur umdeildur og harður.

„ Okkur finnst þetta vera mjög ódýr gul spjöld. Einhvers staðar verða hendurnar á leikmönnum að vera og það verða mörg rauð spjöld í deildinni ef þetta er alltaf rautt eða gult fyrir allt svona þegar leikmaður fer í skallaeinvígi. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér fannst þetta svona við fyrstu sýn afskaplega lítið og svo hoppa menn upp í skalla einvígi allan leikinn eftir það á svipaðan hátt svo mér fannst þetta voðalega lítið. Ég hefði alla vega ekki verið oft sjálfur inni á vellinum ef þetta hefði verið gult spjald í hvert einasta skipti."

Fylkismenn koma inn í Íslandsmótið í ár svolítið aftur sem óskrifað blað en hverju má búast við frá Fylki í sumar?

„Það er góð spurning. Við erum bara ennþá að móta liðið og erum tiltölulega nýbúnir að fá leikmenn til liðs við liðið."

„Við erum mjög sáttir með hópinn og teljum okkur getað gert fína hluti en við þurfum auðvitað bara að vinna í því á æfingasvæðinu."

Nánar er rætt við Atla Svein í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir