Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 01. maí 2021 13:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Gífurlega mikilvægur sigur hjá Guðnýju - Mikael Egill skoraði
Guðný Árnadóttir
Guðný Árnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Napoli vann gífurlega öruggan og mikilvægan sigur á San Marino Academy í ítölsku kvennadeildinni.

Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í vörn Napoli sem hélt hreinu. Lokatölur leiksins voru 5-0 fyrir heimakonum í Napoli.

Með sigrinum er liðið komið þremur stigum fyrir ofan San Marino sem er í fallsæti. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni og þetta gætu verið stigin sem skilja á milli liðanna.

Lára Kristín Pedersen var ónotaður varamaður hjá Napoli í leiknum. Guðný er á láni frá AC Milan út þetta tímabil.

Í ítölsku Primavera deildinni skoraði Mikael Egill Ellertsson fyrra mark Spal í 2-1 sigri á Sampdoria og lagði upp seinna markið.

Mikael lék á miðjunni í leiknum og lék allar mínúturnar. Markið skoraði hann á 7. mínútu leiksins. Seinna markið lagði hann upp á 71. mínútu.

Spal er í fimmta sæti í Primavera 1 deildinni (vara- og unglingaliðsdeild) en Juventus, Roma og Inter eru fyrir ofan liðið ásamt Sampdoria.


Mikael Egill
Athugasemdir
banner
banner
banner