Ungstirnin er hlaðvarpsþáttur á Fótbolta.net þar sem aðaláherslan er lögð á umfjöllun um unga framtíðarleikmenn í boltanum. Umsjónarmenn eru Arnar Laufdal Arnarsson og Kristinn Helgi Jónsson.
Í þessum þætti var heilmikið rætt um hræringar í sumar glugganum hjá Ungstirnum Evrópu, Timber til Man United, Tchouameni til Real Madrid og svo miklu meira.
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks var gestur þáttarins að þessu sinni og var farið yfir allt það sem hefur verið í gangi á hans unga ferli.
Brotið sjálfstraust hjá Gent, heimkoman í Keflavík, tíminn hjá Mjondalen og svo hvernig er að vera núna í Breiðablik og fleira.
Hlustaðu í spilaranum hér að ofan, í gegnum Podcast forrit eða á Spotify.
Athugasemdir