Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. júní 2023 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Ef um hjartasjúkling væri að ræða, þá værum við ekki að fara í opna skurðaðgerð"
Þú vilt vinna þína höfuðandstæðinga.
Þú vilt vinna þína höfuðandstæðinga.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þegar Matthías Vilhjálmsson hringir í þig og segir að hann sé veikur, þá er hann uppi í rúmi með 40 stiga hita, það er bara þannig.
Þegar Matthías Vilhjálmsson hringir í þig og segir að hann sé veikur, þá er hann uppi í rúmi með 40 stiga hita, það er bara þannig.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hann kom úr deild sem er ekki eins sterk og okkar deild og það tekur tíma fyrir líkama hans að venjast æfingaálagi, leikjálagi og meiri ákefð í leikjum.
Hann kom úr deild sem er ekki eins sterk og okkar deild og það tekur tíma fyrir líkama hans að venjast æfingaálagi, leikjálagi og meiri ákefð í leikjum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þetta er tæpt með Gunnar og Viktor, við þurfum að testa þá betur í dag.
Þetta er tæpt með Gunnar og Viktor, við þurfum að testa þá betur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Menn finna leiðir til að ná í úrslit hvort sem þeir spila vel eða illa
Menn finna leiðir til að ná í úrslit hvort sem þeir spila vel eða illa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mannlegt eðli þegar þú ert búinn að vinna marga leiki að verða aðeins of öruggur með þig.
Það er mannlegt eðli þegar þú ert búinn að vinna marga leiki að verða aðeins of öruggur með þig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðan Óskar og Dóri komu inn hjá Breiðabliki þá er kominn alvöru karakter í klúbbinn.
Síðan Óskar og Dóri komu inn hjá Breiðabliki þá er kominn alvöru karakter í klúbbinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef við spilum varnarleikinn eins gegn Breiðabliki, þá mun fara illa fyrir okkur.
Ef við spilum varnarleikinn eins gegn Breiðabliki, þá mun fara illa fyrir okkur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur varð bikarmeistari síðasta haust.
Víkingur varð bikarmeistari síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Undanfarin 2-3 ár er þetta einn af stórleikjum sumarsins," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Víkingur fer í heimsókn á Kópavogsvöll á morgun í stórleik 10. umferðar í Bestu deildinni. Víkingur er með fimm stiga forskot á Íslandsmeistaranna fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:15.

Fótbolti.net hitar upp fyrir stórleikinn með viðtölum við þjálfara liðanna.

Sjá einnig:
Óskar Hrafn: Þetta Víkingslið er svolítið sérstakt núna

„Statement" leikur
„Ég held að það séu allir þvílíkt spenntir; liðin, þjálfarar, stuðningsmenn og líka knattspyrnuáhugamenn. Ég finn fyrir miklum spenningi hjá öllum."

Er meira undir í þessum leikjum en öðrum?

„Þetta er ákveðinn „statement" leikur fyrir bæði lið. Þú vilt vinna þína höfuðandstæðinga, en þegar horft er í hvaða lið vinnur titil þá fer það ekkert alltaf eftir innbyrðisleikjum toppliðanna - það er meira hvernig þú klárar hin liðin."

Komið eitthvað extra hjá Breiðabliki
Hvað er það í leik Breiðabliks sem þið þurfið að varast?

„Ég held það sé hreinlega allt, þeir eru mjög agressífir í pressunni og fullt af hlutum sem við þurfum að vera meðvitaðir um. Það eru sumir leikmenn í topp-topp-toppformi; þurfum að hafa góður gætur á einstaklingsgæðum hjá leikmönnum."

„Síðan Óskar og Dóri komu inn hjá Breiðabliki þá er kominn alvöru karakter í klúbbinn. Ég er ekki að segja að það hafi ekki verið karakter fyrir, en það er eitthvað extra; menn finna leiðir til að ná í úrslit hvort sem þeir spila vel eða illa."


Þarf að hafa meiri gætur á sumum leikmönnum
Í sumar hefur sést til svokallaðra yfirfrakka í leikjum. Andri Rafn Yeoman hélt Ísaki Andra Sigurgeirssyni sem dæmi niðri í leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, Hlynur Freyr Karlsson var settur til höfuðs Nikolaj Hansen í síðasta leik Víkings. Hefur Arnar velt því fyrir sér að setja einn mann í að stöðva t.d. Gísla Eyjólfsson?

„Ég horfi meira í að menn taki ábyrgð sem heild og séu meðvitaðir um styrkleika andstæðinganna; vita hvar hætturnar liggja fyrir fram og gera ráð fyrir stöðum sem gætu komið upp. Við höfum ekki lagt í vana okkar að taka fyrir einstaka leikmenn og spila maður á mann á þá. En auðvitað, þegar þú ert með toppleikmenn á móti þér, þá þarftu að hafa aðeins meiri gætur og vita aðeins meira af þeim heldur en öðrum leikmönnum - það gefur auga leið."

Engin skurðaðgerð en ýmislegt sem þarf að laga, annars fer illa
Hvað þurfa Víkingar að gera til þess að vinna leikinn?

„Við þurfum að laga mikið til í varnarleiknum frá leiknum gegn Val. Ég var búinn að vara menn við því fyrir 2-3 leikjum síðan - við vorum orðnir aðeins of slappir í að verjast krossum og varnarleik þegar við töpum boltanum. Við vorum að komast upp með það, en á móti betri liðum og betri leikmönnum er þér refsað. Við þurfum bara að ná aftur einbeitingunni í varnarleiknum og vera bara jafnflottir og við höfum verið í að stjórna leiknum og að skora mörk."

Arnar segir að í raun hafi ekkert komið sér á óvart á móti Val. „Þetta var skemmtilegur leikur, mér fannst við mjög góðir og Valsmenn mjög flottir og klínískir. Tölfræðin eftir leik staðfesti það sem mig grunaði strax eftir leik. Stundum taparu leikjum en ert samt ekki alveg niðurbrotinn. Liðið var bara að spila vel, fótbolti er bara stundum þannig og það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þeim leik."

„Við verðum samt að vera þess minnugir að við töpuðum leiknum og þurfum að reyna laga það sem fór úrskeiðis. Ef um hjartasjúkling væri að ræða, þá værum við ekki að fara í opna skurðaðgerð, en við þurfum aðeins að gera eitthvað til að laga hlutina. Ef við spilum varnarleikinn eins gegn Breiðabliki, þá mun fara illa fyrir okkur."


Mannlegt eðli að verða aðeins of öruggur með þig
Það er sennilega aldrei jákvætt að tapa, en geta úrslitin sett menn upp á tærnar fyrir leikinn á morgun?

„Það er mannlegt eðli þegar þú ert búinn að vinna marga leiki að verða aðeins of öruggur með þig. Sem dæmi kemur fyrsta mark Valsara akkúrat þegar við erum nánast að fara ganga frá leiknum. Þá kemur mark í andlitið og svo kemur næsta mark í andlitið."

„Ég spurði þeirrar spurningar fyrir nokkrum vikum síðan hvað myndi gerast ef við myndum lenda undir; hvort það yrði sjokk fyrir kerfið að upplifa þá tilfinningu í fyrsta sinn í sumar. Svarið kom ansi „skemmtilega" í ljós nokkrum mínútum eftir fyrsta markið. Það var greinilega smá sjokk. Svo fer maður að spá í því hvað þarf að gera. Við þurfum ekki að laga mikið, en samt eitt og annað til að eiga góða möguleika á morgun."


Reynir alltaf að vera heiðarlegur en skilur umræðuna
Nálgun Arnars í viðtölum eftir leik vakti athygli. Fyrstu viðbrögð voru ánægja með spilamennsku síns liðs og leikinn sem heild, en ekki svekkelsi með tapið. Var það meðvituð nálgun?

„Nei, ég reyni bara alltaf að vera heiðarlegur. Mér finnst stundum það að tapa ekki vera það sama og að tapa (það skipti máli hvernig). Ég er búinn að vera það lengi í þessum bransa að stundum tapar maður - Man City tapaði sem dæmi fimm leikjum í vetur."

„Mér fannst við vera góðir í leiknum og ég skil alveg umræðuna sem fylgir í kjölfarið, það eru miklar tilfinningar sem fylgja. Það er mikið af stuðningsmönnum liða sem tala og eru kannski að stjórna útvarpsþáttum. Oftar en ekki er það þannig að liðið sem vinnur er geggjað og liðið sem tapar er ömurlegt. En mér fannst við bara mjög góðir og svo var það staðfest þegar skýrslan um leikin kemur út. Þá er ekkert hægt að þræta um hvernig leikurinn var, það stendur bara þar svart á hvítu. Valsmenn voru mjög flottir og mjög taktískt sterkir."

„Ég er búinn að segja það oft í sumar að þjálfarar, sérstaklega þjálfarar toppliðanna, hafa bara gefið í í leikgreiningum og það er orðið mjög erfitt að vinna leiki í dag. Nafni minn Grétarsson og þetta teymi; Siggi og þeir, komu með mjög gott leikplan og unnu bara flottan sigur. En það er ekki þar með sagt að við höfum verið alslæmir."


Þarft að sætta þig við að menn geta meiðst
Gunnar Vatnhamar, Matthías Vilhjálmsson og Viktor Örlygur Andrason voru ekki með gegn Val. Hvernig er staðan á þeim?

„Þetta er tæpt með Gunnar og Viktor, við þurfum að testa þá betur í dag. Matti verður klár, hann var veikur og svo er Gísli (Gottskálk Þórðarson) ekki byrjaður að æfa. Það er alltaf bara á þessum tímapunkti, þegar það er mikið álag, þá ertu heppinn ef þú sleppur með 2-4 (fjarri góðu gamni) í hverjum leik. Það er bara þessi blessaða íþrótt, þú þarft bara að sætta þig við þetta og ekki vera að hugsa um þetta. Það eru bara þeir leikmenn sem verða klárir sem þú þarft að vera pæla í."

Þegar leikmenn segjast vera veikir, þá eru þeir fárveikir
Þegar menn missa af leikjum vegna veikinda, eru menn þá fárveikir?

„Mín reynsla, bæði þegar ég var leikmaður sjálfur og svo eftir að ég varð þjálfari, þegar talað er við leikmann og hann segir að hann sé veikur þá er hann fárveikur. Ef leikmaður segist vera smá meiddur þá er hann mikið meiddur. Það vilja allir spila og vilja allir æfa."

„Svo er þetta líka spurning um karakterinn sem um ræðir. Þegar Matthías Vilhjálmsson hringir í þig og segir að hann sé veikur, þá er hann uppi í rúmi með 40 stiga hita, það er bara þannig. Ég hef haft þá reglu að gera ráð fyrir því að allir fótboltamenn vilji æfa og spila. Þeir ýkja svolítið líðan sína. Það er mikilvægt fyrir okkur sem stöndum á hliðarlínunni að lesa úr því hverjir séu klárir og hverjir ekki."


Tekur tíma að venjast auknu álagi
Heyrst hefur af því að Gunnar hafi takmarkað æft undanfarnar vikur, er hann búinn að vera tæpur?

„Hann hefur ekkert æft frá leiknum gegn KA. Þetta er ekki beint tognun, en þetta er smá vöðvavesen í kálfanum sem hefur verið að angra hann. Þetta er smá flókið."

„Hann kom úr deild sem er ekki eins sterk og okkar deild og það tekur tíma fyrir líkama hans að venjast æfingaálagi, leikjálagi og meiri ákefð í leikjum. Hann er búinn að spila margar mínútur og leyst margar stöður - verið að hlaupa mikið miðað við varnarmann því við viljum fá hann framar þegar við fáum boltann. Við þurfum að passa upp á hann, það er að koma stutt hlé eftir „korter". En auðvitað viltu að þínir betri leikmenn spili stórleikina; að þínir „core" leikmenn séu til staðar."


Meira fyrir okkur en að skemma fyrir þeim
Einn af eftirminnilegustu leikjum síðasta árs var bikarleikur Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Blikar voru þá komnir mjög langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en þarna eygðu Víkingar von um að ná í titil á tímabilinu. Þeir mættu öflugir til leiks og kláruðu í raun dæmið á fyrstu 20 mínutunum með þremur mörkum.

„Það var virkilega sterk frammistaða. Við komum hlaupandi úr blokkunum ef það má orða það þannig, vorum kraftmiklir í byrjun."

„ Það hafa verið mjög áhugaverðir leikir við Breiðablik í gegnum tíðina, hafa verið rosalegir mómentum leikir einhvern veginn. Oftar en ekki hefur liðið sem skorar fyrsta markið unnið leikinn. Ég ætla ekki að fullyrða að það verði þannig á morgun, en það hefur verið þannig að liðið sem hefur skorað hefur fengið vítamínssprautu sem hefur hjálpað við að loka leikjunum og sigla þessu heim - og tiltölulega þægilega ef minnið er ekki að svíkja mig. Undantekningin er kannski þegar við jöfnuðum gegn þeim í seinni hálfleik gegn þeim í deildinni. Í svona leikjum er mikil taugaspenna og það er eins og það bætist við tíu kíló á liðið sem fær á sig mark en liðið sem skorar léttist um tíu kíló."


Var það eitthvað til að auka ánægjuna við að komast í úrslit bikarsins í fyrra að með því voruð þið að koma í veg fyrir að Blikar gætu endurtekið ykkar tvennu afrek frá árinu á undan?

„Ekkert þannig fannst mér. Við vorum smá búnir að klúðra deildinni fyrri hluta sumarsins. Það sem var undir fyrir okkur var að eiga möguleika á að vinna einhvern titil; deildin farin og bikarinn og að standa sig vel í Evrópu eftir. Við gerðum það sem betur fer. Þetta var meira fyrir okkur en að skemma eitthvað fyrir þeim," sagði Arnar að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner