Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   mið 01. júlí 2020 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
England: West Ham sigraði Chelsea í fjörugum leik
Meistaradeildarbaráttan opin uppá gátt
West Ham 3 - 2 Chelsea
0-1 Willian ('42 , víti)
1-1 Tomas Soucek ('45 )
2-1 Michail Antonio ('51 )
2-2 Willian ('72 )
3-2 Andriy Yarmolenko ('89 )

Fyrsta tap Chelsea síðan í febrúar kom í dag er liðið heimsótti West Ham United í nágrannaslag á London Stadium.

Mark Tomas Soucek var dæmt af vegna rangstöðu og komust lærisveinar Frank Lampard yfir þegar Willian skoraði úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Mateo Kovacic var felldur innan teigs.

Soucek jafnaði skömmu síðar með skallamarki eftir hornspyrnu en hægt er að setja stórt spurningarmerki við úthlaup Kepa Arrizabalaga af marklínu Chelsea.

Staðan var jöfn í leikhlé og kom Michail Antonio heimamönnum yfir í upphafi síðari háflleiks. Jarrod Bowen lagði fyrstu tvö mörkin upp.

Lampard gerði þrjár breytingar og jafnaði Willian leikinn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 72. mínútu. Spyrnan var nokkuð langt frá marki og skaut brasilíski snillingurinn boltanum í stöngina og inn.

Chelsea reyndi að ná í sigurinn á lokamínútunum en þá komust Hamrarnir í skyndisókn sem endaði með því að hinn ferski Andriy Yarmolenko, sem kom inn tíu mínútum fyrr, gerði sigurmarkið.

Meira var ekki skorað og er þetta afar mikilvægur sigur fyrir West Ham sem er núna þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Þetta eru einnig afar jákvæð tíðindi fyrir lið á borð við Leicester, Manchester United og Wolves sem vilja öll spila í Meistaradeildinni.

Chelsea er áfram í fjórða sæti, en aðeins tveimur stigum fyrir ofan Man Utd og Wolves.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner