fös 01. júlí 2022 15:32
Elvar Geir Magnússon
Bility farinn frá Fram
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ástralski miðvörðurinn Hosine Bility hefur yfirgefið Fram eftir lánsdvöl frá Midtjylland í Danmörku.

Bility lék fimm leiki með Fram en hans síðasti leikur var 4-1 tap gegn KA í Mjólkurbikarnum þar sem hann átti slæman dag og fékk rautt spjald á 39. mínútu.

Bility er 21 árs og lék ekki neinn byrjunarliðsleik í Íslandsmótinu.

Þegar Fram tilkynnti um komu Bility í apríl sagðist félagið binda miklar vonir við hann en óhætt er að segja að hann hafi ekki staðið undir væntingum.

Fram er í áttunda sæti Bestu deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner