Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: FC Fredericia 
Daníel Freyr spilar í dönsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Freyr Kristjánsson, leikmaður Midtjylland í Danmörku, mun leika í efstu deild þar í landi á næstu leiktíð en ekki þó með Midtjylland.

Þessi 19 ára gamli vinstri bakvörður var á láni hjá Fredericia í næst efstu deild á síðustu leiktíð. Liðið vann sér sæti í efstu deild og hann hefur skrifað undir nýjan lánssamning.

„Daniel Freyr gekk til liðs við FC Fredericia á láni frá FC Midtjylland og hefur slegið í gegn með rósemi sinni, einvígisstyrk og taktískri yfirsýn á síðasta tímabili. Kristjánsson, 19 ára gamall, hefur fljótt áunnið sér bæði traust og virðingu innan liðsins og meðal aðdáenda – og framlengingin gleður bæði leikmanninn og félagið," segir í tilkynningu frá Fredericia.

„Mér líður eins og heima hjá mér hjá félaginu og í borginni. Þetta hefur verið gott ár og ég hlakka til að taka næsta skref ásamt liðinu og starfsfólkinu. Það er eitthvað spennandi í gangi og ég mun gera allt til að leggja mitt af mörkum til að ná markmiðum liðsins,“ sagði Daníel.
Athugasemdir
banner