
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, verða viðstödd fyrsta leik Íslands gegn Finnlandi á Evrópumótinu á morgun.
Þetta segir í skriflegu svari frá skrifstofu forseta Íslands til Fótbolta.net.
Þetta segir í skriflegu svari frá skrifstofu forseta Íslands til Fótbolta.net.
Halla mætir út til Sviss í dag og verður á meðal áhorfenda á leiknum á morgun ásamt eiginmanni sínum.
Hún fylgir þar með í fótspor Guðna Th. Jóhannessonar, forvera síns, sem mætti út til Englands 2022 og sá landsliðið spila á EM.
Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir