Róberti Elísi Hlynssyni er fleira til lista lagt en að spila fótbolta en það sannaði hann í gærkvöldi þegar hann stýrði, ásamt Cesari Ara Hernandez Aronssyni, liði Léttis til sigurs gegn KM í 5. deildinni.
Róbert Elís er uppalinn ÍR-ingur og samdi við KR í vetur. Hann er unglingalandsliðsmaður, fæddur 2007 og var í U19 hópnum sem fór til Englands í upphafi mánaðar. Hann hefur komið við sögu í sjö leikjum með KR í deildinni á þessu tímabili.
Léttir er venslalið ÍR og spilar á ÍR-vellinum. Þetta var þriðji sigur Léttis í sumar og er liðið núna í 4. sæti með ellefu stig eftir sjö leiki, stigi meira en KM. Kristján Ólafsson skoraði fyrra mark Léttis og Kristján Jóhannesson skoraði svo sigurmarkið í 2-1 sigri á þriðju mínútu uppbótartíma.
Róbert Elís er uppalinn ÍR-ingur og samdi við KR í vetur. Hann er unglingalandsliðsmaður, fæddur 2007 og var í U19 hópnum sem fór til Englands í upphafi mánaðar. Hann hefur komið við sögu í sjö leikjum með KR í deildinni á þessu tímabili.
Léttir er venslalið ÍR og spilar á ÍR-vellinum. Þetta var þriðji sigur Léttis í sumar og er liðið núna í 4. sæti með ellefu stig eftir sjö leiki, stigi meira en KM. Kristján Ólafsson skoraði fyrra mark Léttis og Kristján Jóhannesson skoraði svo sigurmarkið í 2-1 sigri á þriðju mínútu uppbótartíma.
Yngsti þjálfari Íslandsmótsins (2007) gerði sér lítið fyrir og tróð sokk ofan í alla sérfræðingana????
— Sölvi Haralds (@Breiiiiiiiiiii) June 30, 2025
Léttir 3-2 KM, leikur sem mun lifa í manna minnum um ókomna tíð?? pic.twitter.com/9XceJcf2pW
5. deild karla - A-riðill
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Álafoss | 7 | 6 | 0 | 1 | 26 - 15 | +11 | 18 |
2. Skallagrímur | 7 | 5 | 1 | 1 | 22 - 8 | +14 | 16 |
3. Smári | 7 | 3 | 2 | 2 | 29 - 13 | +16 | 11 |
4. Léttir | 7 | 3 | 2 | 2 | 23 - 13 | +10 | 11 |
5. KM | 7 | 3 | 1 | 3 | 13 - 10 | +3 | 10 |
6. Uppsveitir | 7 | 3 | 0 | 4 | 10 - 17 | -7 | 9 |
7. Hörður Í. | 7 | 1 | 2 | 4 | 15 - 13 | +2 | 5 |
8. Reynir H | 7 | 0 | 0 | 7 | 6 - 55 | -49 | 0 |
Athugasemdir