Al-Hilal frá Sádi-Arabíu sigraði Manchester City 4-3 á HM félagsliða í nótt og sló þar með enska stórliðið úr leik í 16-liða úrslitum.
Sigurinn er talinn sögulegur og sýnir framþróunina í fótboltanum í Sádi-Arabíu en gríðarlegum fjármunum hefur verið varið til að styrkja deildina þar. Úrslitin í nótt eru rós í hnappagat Sádi-Araba.
HM félagsliða hefur ekki fengið þann áhuga og athygli sem FIFA vonaðist eftir en úrslitin í nótt eru eitthvað sem talað er um á flestum kaffistofum.
Sigurinn er talinn sögulegur og sýnir framþróunina í fótboltanum í Sádi-Arabíu en gríðarlegum fjármunum hefur verið varið til að styrkja deildina þar. Úrslitin í nótt eru rós í hnappagat Sádi-Araba.
HM félagsliða hefur ekki fengið þann áhuga og athygli sem FIFA vonaðist eftir en úrslitin í nótt eru eitthvað sem talað er um á flestum kaffistofum.
Marcos Leonardo, sem skoraði sigurmarkið, tileinkaði móður sinni sigurinn. Hann sagði: „Móðir mín var á gjörgæsludeild í 70 daga, en í dag er hún góð. Síðustu tveir mánuðir hafa verið erfiðir og ég hugsaði til hennar þegar ég skoraði þessi tvö mörk. Þetta var stærsta kvöldið mitt."
Stjóri Al-Hilal, Simone Inzaghi, hrósaði leikmönnum fyrir baráttuna og sagði: „Við þurftum að framkvæma eitthvað sérstakt og leikmenn sýndu ótrúlegan vilja. Við vitum hversu ótrúlega gott lið Manchester City er og við þurftum að klífa Everest án súrefnis.“
Athugasemdir