Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 01. ágúst 2020 10:38
Ívan Guðjón Baldursson
Burak Yilmaz til Lille (Staðfest)
Lille er búið að staðfesta komu tyrkneska sóknarmannsins Burak Yilmaz til félagsins.

Yilmaz er 35 ára gamall og gerir tveggja ára samning við franska félagið.

Hann kemur á frjálsri sölu eftir að hafa bundið enda á samning sinn við Besiktas sem gat ekki greitt laun í nokkra mánuði. Hann gerði 25 mörk í 41 leik fyrir félagið.

Yilmaz er fenginn til að fylla í skarð Loic Remy sem er runninn út á samningi.


Athugasemdir