Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. ágúst 2022 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Aaron Ramsey til Nice (Staðfest)
Ramsey skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar í 13 leikjum að láni hjá Rangers í vor.
Ramsey skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar í 13 leikjum að láni hjá Rangers í vor.
Mynd: Getty Images

OGC Nice er búið að staðfesta komu Aaron Ramsey til félagsins á frjálsri sölu eftir að hann samdi um starfslok við Juventus.


Ramsey, 31 árs, skipti frá Arsenal til Juve á frjálsri sölu sumarið 2019 og fékk risasamning á Ítalíu en stóðst engan veginn væntingarnar sem voru til hans gerðar.

Talið er að miðjumaðurinn sóknarsinnaði sé búinn að skrifa undir tveggja ára samning við franska félagið sem endaði í fimmta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. 

Nice missti þjálfarann Christophe Galtier til PSG í sumar en er búið að ráða Lucien Favre, fyrrum þjálfara Borussia Dortmund, í hans stað og kaupa nokkra leikmenn.

Ramsey skoraði 6 mörk og átti 6 stoðsendingar í 70 leikjum hjá Juve. Til samanburðar skoraði hann 65 mörk og gaf 65 stoðsendingar í 371 leik með Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner