Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 01. ágúst 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Bras framan af en náðum að klára þetta
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks.
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Breiðablik fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Breiðablik voru fyrir umferðina á toppnum með 35 stig en Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Gott að klára þetta. Smá bras, fáum á okkur þetta mark sem að var auðvitað smá sjokk en gott að við náum svo bara að svara því strax sem að var virkilega mikilvægt og svo þegar við setjum þetta seinna mark þá fannst mér við ná að keyra svolítið vel í gang þannig það var svona bras framan af fannst mér en náðum að klára þetta." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við byrja fyrstu 10 mínúturnar bara þokkalega. Fannst við ná að pinna þá aðeins niður og ná að spila honum vel og svo fórum við að gera helling af klaufa mistökum og tapa boltanum fyrir framan eigið mark og það gefur þeim færi á að peppa sig í gang og svo voru þeir bara flottir í fyrri hálfleik." 

Næsta verkefni Blika er Evrópuslagur gegn Tyrklandsrisunum í Istanbul Başakşehir og er Dagur Dan fullur sjálfstrausts.

„Við eigum bara að fara í þennan leik til að vinna hann og við ætlum bara að fara í alla leiki til að vinna og ég held við eigum fullan séns á teppinu hérna á Kópavogsvelli. Man ekki hvenær við töpuðum síðast hérna, ég held að það hafi verið KR einhvertíman fyrir tveimur árum eða eitthvað en við eigum bara að fara í þennan leik fullir sjálfstrausts og valta yfir þá."

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner