Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 01. ágúst 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Bras framan af en náðum að klára þetta
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks.
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Breiðablik fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Breiðablik voru fyrir umferðina á toppnum með 35 stig en Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Gott að klára þetta. Smá bras, fáum á okkur þetta mark sem að var auðvitað smá sjokk en gott að við náum svo bara að svara því strax sem að var virkilega mikilvægt og svo þegar við setjum þetta seinna mark þá fannst mér við ná að keyra svolítið vel í gang þannig það var svona bras framan af fannst mér en náðum að klára þetta." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við byrja fyrstu 10 mínúturnar bara þokkalega. Fannst við ná að pinna þá aðeins niður og ná að spila honum vel og svo fórum við að gera helling af klaufa mistökum og tapa boltanum fyrir framan eigið mark og það gefur þeim færi á að peppa sig í gang og svo voru þeir bara flottir í fyrri hálfleik." 

Næsta verkefni Blika er Evrópuslagur gegn Tyrklandsrisunum í Istanbul Başakşehir og er Dagur Dan fullur sjálfstrausts.

„Við eigum bara að fara í þennan leik til að vinna hann og við ætlum bara að fara í alla leiki til að vinna og ég held við eigum fullan séns á teppinu hérna á Kópavogsvelli. Man ekki hvenær við töpuðum síðast hérna, ég held að það hafi verið KR einhvertíman fyrir tveimur árum eða eitthvað en við eigum bara að fara í þennan leik fullir sjálfstrausts og valta yfir þá."

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner