Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mán 01. ágúst 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Bras framan af en náðum að klára þetta
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks.
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Breiðablik fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Breiðablik voru fyrir umferðina á toppnum með 35 stig en Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Gott að klára þetta. Smá bras, fáum á okkur þetta mark sem að var auðvitað smá sjokk en gott að við náum svo bara að svara því strax sem að var virkilega mikilvægt og svo þegar við setjum þetta seinna mark þá fannst mér við ná að keyra svolítið vel í gang þannig það var svona bras framan af fannst mér en náðum að klára þetta." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við byrja fyrstu 10 mínúturnar bara þokkalega. Fannst við ná að pinna þá aðeins niður og ná að spila honum vel og svo fórum við að gera helling af klaufa mistökum og tapa boltanum fyrir framan eigið mark og það gefur þeim færi á að peppa sig í gang og svo voru þeir bara flottir í fyrri hálfleik." 

Næsta verkefni Blika er Evrópuslagur gegn Tyrklandsrisunum í Istanbul Başakşehir og er Dagur Dan fullur sjálfstrausts.

„Við eigum bara að fara í þennan leik til að vinna hann og við ætlum bara að fara í alla leiki til að vinna og ég held við eigum fullan séns á teppinu hérna á Kópavogsvelli. Man ekki hvenær við töpuðum síðast hérna, ég held að það hafi verið KR einhvertíman fyrir tveimur árum eða eitthvað en við eigum bara að fara í þennan leik fullir sjálfstrausts og valta yfir þá."

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner