Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   mán 01. ágúst 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Bras framan af en náðum að klára þetta
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks.
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Breiðablik fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Breiðablik voru fyrir umferðina á toppnum með 35 stig en Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Gott að klára þetta. Smá bras, fáum á okkur þetta mark sem að var auðvitað smá sjokk en gott að við náum svo bara að svara því strax sem að var virkilega mikilvægt og svo þegar við setjum þetta seinna mark þá fannst mér við ná að keyra svolítið vel í gang þannig það var svona bras framan af fannst mér en náðum að klára þetta." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við byrja fyrstu 10 mínúturnar bara þokkalega. Fannst við ná að pinna þá aðeins niður og ná að spila honum vel og svo fórum við að gera helling af klaufa mistökum og tapa boltanum fyrir framan eigið mark og það gefur þeim færi á að peppa sig í gang og svo voru þeir bara flottir í fyrri hálfleik." 

Næsta verkefni Blika er Evrópuslagur gegn Tyrklandsrisunum í Istanbul Başakşehir og er Dagur Dan fullur sjálfstrausts.

„Við eigum bara að fara í þennan leik til að vinna hann og við ætlum bara að fara í alla leiki til að vinna og ég held við eigum fullan séns á teppinu hérna á Kópavogsvelli. Man ekki hvenær við töpuðum síðast hérna, ég held að það hafi verið KR einhvertíman fyrir tveimur árum eða eitthvað en við eigum bara að fara í þennan leik fullir sjálfstrausts og valta yfir þá."

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner