Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   mán 01. ágúst 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Bras framan af en náðum að klára þetta
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks.
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Breiðablik fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Breiðablik voru fyrir umferðina á toppnum með 35 stig en Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Gott að klára þetta. Smá bras, fáum á okkur þetta mark sem að var auðvitað smá sjokk en gott að við náum svo bara að svara því strax sem að var virkilega mikilvægt og svo þegar við setjum þetta seinna mark þá fannst mér við ná að keyra svolítið vel í gang þannig það var svona bras framan af fannst mér en náðum að klára þetta." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við byrja fyrstu 10 mínúturnar bara þokkalega. Fannst við ná að pinna þá aðeins niður og ná að spila honum vel og svo fórum við að gera helling af klaufa mistökum og tapa boltanum fyrir framan eigið mark og það gefur þeim færi á að peppa sig í gang og svo voru þeir bara flottir í fyrri hálfleik." 

Næsta verkefni Blika er Evrópuslagur gegn Tyrklandsrisunum í Istanbul Başakşehir og er Dagur Dan fullur sjálfstrausts.

„Við eigum bara að fara í þennan leik til að vinna hann og við ætlum bara að fara í alla leiki til að vinna og ég held við eigum fullan séns á teppinu hérna á Kópavogsvelli. Man ekki hvenær við töpuðum síðast hérna, ég held að það hafi verið KR einhvertíman fyrir tveimur árum eða eitthvað en við eigum bara að fara í þennan leik fullir sjálfstrausts og valta yfir þá."

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner