Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 01. ágúst 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Foden fjölskyldan að gera nágranna sína brjálaða
Foden fjölskyldan.
Foden fjölskyldan.
Mynd: Getty Images
Lögreglan var kölluð að heimili Phil Foden, leikmanns Manchester City, vegna hávaða frá húsinu.

The Sun segir að nágrannar Foden fjölskyldunnar séu búnir að fá sig fullsadda af óvirðingunni sem þeim sé sýnd.

Haft er eftir einum nágrannanum að alltof oft sé hávær rapptónlist frá húsinu seint á kvöldin, hundurinn þeirra sé sígeltandi og engin virðing borin. Í opnu bréfi frá íbúum í götunni er kallað eftir því að Manchester City bregðist við.

Foden og kærasta hans eignuðust sitt þriðja barn í sumar en Ronnie, fjögurra ára sonur þeirra, er vinsæll á samfélagsmiðlum og með fjórar milljónir fylgjenda á Instagram.

Sjálfur spilaði Foden í sumar með Englandi á EM en stóð ekki undir væntingum, byrjaði alla sjö leikina en skilaði ekki marki né stoðsendingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner