Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna. hélt eftir 3-2 tap gegn ÍA að fótboltaheimurinn færi ekki á hliðina enda var þetta botnlið og topplið deildarinnar að mætast. Hann viðurkennir þó að hann hafði vonast eftir hagstæðari úrslitum.
Lestu um leikinn: Magni 2 - 3 ÍA
„Það er sjálfstraust og gæði í Skagaliðinu og það var það sem skyldi liðin að í dag," sagði Páll Viðar eftir leikinn.
Páll Viðar er klár í framhaldið þar sem það er möguleiki að klifra upp töfluna. Það er vika í næsta leik og munu Magnamenn nýta þann tíma vel að koma mönnum í stand.
Það er því engin uppgjöf í Magnamönnum þótt að staðan sé svört þegar einungis þrír leikir eru eftir.
Viðtalið við Pál Viðar eftir leikinn í dag er hér að ofan.
Athugasemdir
























