Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. september 2020 20:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Stjarnan
Stjarnan hefur fengið liðsstyrk fyrir baráttuna sem framundan er í Pepsi Max-deildinni. Námsmaðurinn Kári Pétursson er genginn í raðir félagsins en hann hefur leikið með KFG fyrri hluta mótsins. Kári er uppalinn hjá Stjörnunni.

„Tilkynning!
Námsmaðurinn, knattspyrnumaðurinn og einn færasti trúbador bæjarins, Kári Pétursson hefur samið við félagið út keppnistímabilið.
Vertu velkominn (aftur) Kári!
Skíni Stjarnan,"
segir í Facebook-færslu Stjörnunnar.

Kári, sem verður 24 ára í október, á að baki tvo deildarleiki með Stjörnunni, þá lék hann sumarið 2015. Í fyrra lék hann með HK í Pepsi Max-deildinni og sumarið 2018 skoraði hann fimm mörk í sex leikjum með HK í næstefstu deild. Kári hefur einnig leikið með Skínanda og Leikni á sínum ferli.

Stjarnan á ellefu leiki eftir í deildinni en næsti leikur liðsins er gegn FH í Mjólkurbikarnum þann 10. september. Kári lék með KFG í bikarnum og mun því ekki vera gjaldgengur í þeim leik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner