Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 01. september 2022 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling lánaður frá Chelsea til Stoke (Staðfest)

Stoke City er búið að staðfesta komu Dujon Sterling á eins árs lánssamningi frá Chelsea.


Sterling er 22 ára hægri bakvörður, sem verður 23 ára í október, með aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea en félagið getur framlengt um eitt auka ár.

Sterling spilaði 25 leiki á láni  hjá Blackpool á síðustu leiktið og aðeins 8 á láni hjá Wigan tímabilið þar áður. 

Hann þótti gífurlega mikið efni fyrir nokkrum árum og var lykilmaður í U19 landsliði Englands ásamt því að vinna hin ýmsu stórmót með sterku akademíuliði Chelsea.

Hann var fastamaður í liði Coventry í C-deildinni 2018-19 en hefur síðan þá ekki tekist að láta ljós sitt skína.


Athugasemdir
banner