„Ég veit það ekki (hvort það var meistaraheppni á bakvið sigurinn) en ég veit að þegar við unnum Skagann í síðasta leik, fengum vítaspyrnu á 95. mínútu, þá fannst mér það gríðarlega verðskuldað. Mér fannst leikurinn í dag jafnteflisleikur, það hefðu sennilega verið sanngjörn úrslit, en ég tek þremur stigum svo sannarlega fagnandi," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-3 útisigur á KA í 21. umferð Bestu deildarinnar.
Blikar komustm með sigrinum, tímabundið allavega, sex stigum á undan í toppbaráttunni.
Blikar komustm með sigrinum, tímabundið allavega, sex stigum á undan í toppbaráttunni.
Lestu um leikinn: KA 2 - 3 Breiðablik
Kristófer Ingi Kristinsson skoraði sigurmark Breiðabliks. Hann skoraði líka dýrmætt mark á Akranesi í síðustu umferð. Í b?ði skiptin kom hann inn af bekknum sem varamaður.
„Þetta var frábærlega klárað hjá Kristó, fær eitt færi og klárar gríðarlega vel, ótrúlega mikilvægt mark. Við skulum segja að þetta féll með okkur í dag."
Þar sem Kristófer hefur komið inn af bekknum að undanförnu leyfði spyrill sér að kalla hann 12./13. mann Breiðabliks.
„Hvort sem hann er númer 1, 2, 3 eða 13, hannn er bara geggjaður leikmaður. Verið gríðarlega óheppinn með meiðsli á sínum ferli, við höfum haldið honum nokkuð heilum, en samt þurft að fara sparlega með hann. Það hefur skilað sér í síðustu leikjum, hann skapar usla eiginlega alltaf þegar hann kemur inn. Ég er gríðarlega ánægður með hann."
KA menn eru gríðarlega ósáttir með að hafa ekki fengið vítaspyrnu í stöðunni 2-2. Í kjölfarið sótti Breiðablik svo og skoraði sigurmarkið.
„Ég sé það ekki frá bekknum. Þeir báðu um víti svona 28 sinnum í leiknum, ég þarf að skoða öll þessi atvik og svara þér svo."
Anton Ari Einarsson gerði vel að verja tvö dauðafæri frá KA mönnum í restina. KA menn eflaust svekktir með sínar afgreiðslur, en Anton Ari kom í veg fyrir að boltinn fór í netið.
„Anton er bara orðinn sjálfum sér líkur, búinn að eiga frábært tímabil, búinn að vera algjörlega frábær fyrir okkur. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að í byrjun síðasta leiks og í lokin hér þá er hann að taka stórar vörslur sem hjálpa okkur mikið, og hefur gert það í allt sumar. Ég er mjög ánægður með hann."
Breiðablik hefur tekið 19 stig í síðustu sjö leikjum. Hvað hefur breyst?
„Ég veit það ekki, ekki neitt maður. Við hðfum bara verið trúir því sem við höfum verið að gera, reynt að skerpa á því sem þurfti að skerpa á. Við höfum aldrei kollvarpað öllu eða misst trúna á því sem við höfum verið að gera. Það skiptir miklu máli að vera trúr sínu."
„Við fengum í dag tvö auka bónus stig í lokin sem er mjög mikilvægt. Það er seigla og trú sem hefur skilað þessu skriði sem við erum á núna, en það er nóg eftir af þessu."
Dóri var spurður hvort að Íslandsmeistaratitilinn væri Breiðabliks að tapa. Svar hans má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir