Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   fim 01. október 2020 22:32
Kristófer Jónsson
Eiður Smári: Það er allt hægt
Eiður Smári er ekki búinn að gefast upp.
Eiður Smári er ekki búinn að gefast upp.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var svekktur eftir 1-1 jaftefli sinna manna gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Stjarnan jafnaði metin í uppbótartíma.

„Það er svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark í blálokin. Ég er ekki nógu ánægður með fyrri hálfleikinn en það var allt annað að sjá til okkar í seinni hálfleik." sagði Eiður Smári eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 FH

Stjörnumenn höfðu verið hættulegri aðilinn í leiknum allt þar til að FH-ingar komust yfir með marki frá Pétri Viðarssyni. Stuttu seinna fékk Steven Lennon svo dauðafæri til að klára leikinn en Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, náði á einhvern ótrúlegan hátt að verja frá honum í þrígang.

„Það er ótrúlegt að boltinn fari ekki inn þegar að það er Steven Lennon. Ef að það væri einn maður sem að ég myndi velja til að komast í gegn væri það sennilega hann en hann er bara mannlegur eins og við öll." sagði Eiður nokkuð léttur um atvikið.

FH-ingar eru eftir leikinn í kvöld í öðru sæti átta stigum frá toppliði Vals og því þær litlu vonir sem að liðið hafði að vinna Íslandsmeistaratitilinn því orðnar enn veikari.

„Það er allt hægt og við höldum áfram þangað til að það er ekki lengur hægt. Í rauninni er bilið of mikið og ef að við næðum efsta sætinu á einhvern óskiljanlegan hátt væri það bara bónus. Við þurfum að byrja á að einbeita okkur að því að tryggja Evrópusæti." sagði Eiður Smári.

Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner