Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 01. október 2020 22:32
Kristófer Jónsson
Eiður Smári: Það er allt hægt
Eiður Smári er ekki búinn að gefast upp.
Eiður Smári er ekki búinn að gefast upp.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var svekktur eftir 1-1 jaftefli sinna manna gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Stjarnan jafnaði metin í uppbótartíma.

„Það er svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark í blálokin. Ég er ekki nógu ánægður með fyrri hálfleikinn en það var allt annað að sjá til okkar í seinni hálfleik." sagði Eiður Smári eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 FH

Stjörnumenn höfðu verið hættulegri aðilinn í leiknum allt þar til að FH-ingar komust yfir með marki frá Pétri Viðarssyni. Stuttu seinna fékk Steven Lennon svo dauðafæri til að klára leikinn en Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, náði á einhvern ótrúlegan hátt að verja frá honum í þrígang.

„Það er ótrúlegt að boltinn fari ekki inn þegar að það er Steven Lennon. Ef að það væri einn maður sem að ég myndi velja til að komast í gegn væri það sennilega hann en hann er bara mannlegur eins og við öll." sagði Eiður nokkuð léttur um atvikið.

FH-ingar eru eftir leikinn í kvöld í öðru sæti átta stigum frá toppliði Vals og því þær litlu vonir sem að liðið hafði að vinna Íslandsmeistaratitilinn því orðnar enn veikari.

„Það er allt hægt og við höldum áfram þangað til að það er ekki lengur hægt. Í rauninni er bilið of mikið og ef að við næðum efsta sætinu á einhvern óskiljanlegan hátt væri það bara bónus. Við þurfum að byrja á að einbeita okkur að því að tryggja Evrópusæti." sagði Eiður Smári.

Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner