Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 01. nóvember 2024 14:32
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Dómnum í máli Alberts áfrýjað af Ríkissaksóknara
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi í máli íslenska landsliðsmannsins Alberts Guðmundssonar. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Albert var fyrir þremur vikum sýknaður af ákæru fyrir nauðgun en hann hefur alla tíð neitað sök í málinu

Bæði konan og Albert eru sammála um að hann hafi haft kynferðismök við hana en eru ósammála um hvort það hafi verið með samþykki hennar eða ekki.

Albert var sýknaður í október en dómari málsins mat framburð hans trúverðugari en framburð konunnar. Þá er hún sögð hafa verið margsaga í framburði sínum. Þótti tímalína málsins styðja framburð Alberts betur en framburð konunnar.

„Það kemur á óvart að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að áfrýja þessum dómi enda er dómurinn mjög vel rökstuddur og niðurstaðan lögfræðilega rétt,“ segir Vilhjálmur við Vísi.

Albert leikur fyrir Fiorentina á Ítalíu en hann er á meiðslalistanum um þessar mundir og verður ekki með íslenska landsliðinu í komandi landsleikjaglugga.

Sjá einnig:
Farið yfir dóminn á Vísi: Albert metinn trú­verðugri en konan
Athugasemdir
banner
banner