Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 01. nóvember 2025 14:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Andri Lucas sjóðandi heitur
Mynd: Blackburn Rovers
Andri Lucas Guðjohnsen er kominn á fulla ferð með Blackburn en hann skoraði sitt fyrsta mark um síðustu helgi þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Southampton.

Hann hélt uppteknum hætti í dag þegar liðið vann Leicester.

Andri kom Blackburn yfir eftir tuttugu mínútna leik. Hann fékk boltann inn á miðjunni og sendi hann út til vinstri og kom sér fyrir inn á teignum. Boltinn barst inn á teiginn og Andri skoraði af stuttu færi.

Eftir rúmlega klukkutíma leik átti Ryan Alebiosu sendingu út í teiginn og Andri Lucas skoraði með föstu skoti og innsiglaði sigur liðsins.

Annar sigur Blackburn í röð staðreynd eftir erfiða byrjun. Liðið er komið í 19. sæti með 13 stig eftir 12 umferðir. Leicester hefur tapað þremur leikjum í röð og er í 11. sæti með 17 stig.

Hull lagði Norwich og er í 5. sæti með 22 stig en Norwich er í næst neðsta sæti með átta stig. West Brom fór upp fyrir Leicester í 10. sæti þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn botnliði Sheffield Wednesday sem er með fimm stig í mínus vegna fjárhagsvandræða.

Leicester City 0 - 2 Blackburn
0-1 Andri Gudjohnsen ('20 )
0-2 Andri Gudjohnsen ('63 )

Norwich 0 - 2 Hull City
0-1 Joe Gelhardt ('49 )
0-2 Darko Gyabi ('87 )

West Brom 0 - 0 Sheffield Wed


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 13 8 4 1 36 12 +24 28
2 Middlesbrough 13 7 4 2 16 11 +5 25
3 Stoke City 13 7 3 3 18 9 +9 24
4 Millwall 13 7 3 3 16 15 +1 24
5 Bristol City 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Preston NE 13 6 4 3 17 12 +5 22
7 Hull City 13 6 4 3 22 20 +2 22
8 Charlton Athletic 13 5 5 3 15 11 +4 20
9 Ipswich Town 12 5 4 3 21 14 +7 19
10 Watford 13 5 3 5 17 16 +1 18
11 Birmingham 13 5 3 5 15 15 0 18
12 West Brom 13 5 3 5 12 14 -2 18
13 QPR 13 5 3 5 16 21 -5 18
14 Leicester 13 4 5 4 15 14 +1 17
15 Wrexham 13 4 5 4 19 19 0 17
16 Swansea 13 4 5 4 13 13 0 17
17 Derby County 13 4 5 4 16 17 -1 17
18 Oxford United 13 3 4 6 15 17 -2 13
19 Blackburn 12 4 1 7 12 17 -5 13
20 Portsmouth 13 3 4 6 10 17 -7 13
21 Southampton 13 2 6 5 13 19 -6 12
22 Sheffield Utd 13 3 0 10 10 23 -13 9
23 Norwich 13 2 2 9 12 20 -8 8
24 Sheff Wed 13 1 4 8 10 25 -15 -5
Athugasemdir
banner